
Ritari
Ritari Austurbæjarskóla sinnir móttöku, símsvörun,skipulagi forfalla, forfallaskráningu, upplýsingagjöf og fleiri ritarastörfum í samstarfi við skólastjórnendur. Starfshlutfall 50%.
Austurbæjarskóli er rótgróinn skóli í miðbæ Reykjavíkur. Framtíðarsýn skólans er framsækinn skóli fyrir alla og gildi skólans vöxtur, víðsýni, vellíðan og vilji. Í skólanum eru um 310 nemendur í 1.-10. bekk og 60 starfsmenn. Í Austurbæjarskóla er lögð áhersla á fjölbreytta kennsluhætti, leiðsagnarnám, samvinnu auk þess sem list- og verkgreinar skipa stóran sess í skólastarfinu. Lögð er áhersla á vinsamleg samskipti og vellíðan nemenda og starfsmanna. Í skólanum er öflugt foreldrafélag og er samvinna við foreldra og nærsamfélag gott.
Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.
- Móttaka, afgreiðsla, símsvörun, ljósritun, skjalavistun, skipulag forfalla og forfallaskráning, upplýsingagjöf og póstafgreiðsla.
- Ýmis ritarastörf í samstarfi við skólastjórnendur og verkefnastjóra fjármála og þjónustu.
- Stuðla að velferð nemenda í samstarfi við foreldra og annað fagfólk.
- Að vinna í teymi með öðru starfsfólki.
- Stúdentspróf
- Reynsla af ritarastörfum æskileg.
- Reynsla og áhugi á að vinna með börnum.
- Lipurð í samskiptum og sveigjanleiki í starfi.
- Faglegur metnaður.
- Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
- Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti.









