

Ráðgjafaþroskaþjálfi í barnateymi Velferðarþjónustu Árborgar
Við erum að leita eftir áhugasömum og jákvæðum einstaklingi til að taka þátt í mikilvægum velferðarþjónustuverkefnum hjá barnateymi Árborgar. Í sveitarfélaginu, þar sem búa rúmlega 12 þúsund manns, er lögð áhersla á þverfaglegt samstarf og framsækið starf í velferðar-, frístunda- og skólaþjónustu. Fjölskyldusvið sinnir fjölbreyttri þjónustu við íbúa Árborgar með snemmtækan stuðning og farsæld barna að leiðarljósi.
Ráðgjafaþroskaþjálfi í barnateymi Árborgar veitir ráðgjöf og þjónustu í málefnum barna með skilgreindar fötlunargreiningar, fer með málstjórn samþættrar þjónustu ásamt annarri ráðgjöf og stuðningi til barna og fjölskyldna.
Helstu málaflokkar og verkefni sem falla undir barnateymi eru félagsleg ráðgjöf, ráðgjöf til foreldra barna með fjölþættan vanda og foreldra fatlaðra barna, unglinga- og ungmennaráðgjöf. Þverfagleg teymisvinna fagfólks á fjölskyldusviði er mikil sem og stefnumótunarvinna, innleiðing rafrænna lausna og þróun verkferla.
Í Sveitarfélaginu Árborg búa rúmlega 12.000 íbúar og starfa um 1100 manns hjá sveitarfélaginu. Lögð er áhersla á að skapa starfsumhverfi sem stuðlar að vellíðan og árangri þar sem starfað er af fagmennsku og góðum ásetningi með hag sveitarfélagsins að leiðarljósi.
- Umsjón, ráðgjöf og skipulag þjónustu við börn með langvarandi stuðningsþarfir.
- Málstjórn samþættrar þjónustu í málum barna með skilgreinda fatlanir.
- Þátttaka í innleiðingu laga um farsæld barna og þróun úrræða samþættrar þjónustu.
- Samstarf við aðrar deildir sveitarfélagsins og tengslastofnanir sem veita börnum og fjölskyldum þjónustu.
- Eftirlit og þjónusta við dagforeldra sveitarfélagsins.
- Starfsréttindi sem þroskaþjálfi
- Framhaldsmenntun sem nýtist í starfi er mikill kostur
- Þekking og reynsla af starfi með fjölskyldum barna mikill kostur
- Þekking og reynsla af vinnu með fólki með fötlun kostur
- Reynsla og þekking á meginverkefnum félagsþjónustu er kostur
- Lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum.
- Frumkvæði, sjálfstæði vinnubrögð og sveigjanleiki í starfi
- Hæfni í þverfaglegri teymisvinnu
- Sveitarfélagið áskilur sér rétt til að ráða til starfsins fagmenntaðan einstakling á sviði félags-, menntunar- eða heilbrigðissviði ef ekki fæst þroskaþjálfi til starfsins.












