
Barna og fjölskyldustofa
Barna- og fjölskyldustofa er leiðandi í þjónustu í þágu farsældar barna. Hjá stofnuninni starfa um 150 manns í fjölbreyttum störfum á starfsstöðvum á höfuðborgarsvæðinu, á Hellu og í Eyjafjarðarsveit. Stofnunin heyrir undir Barna- og menntamálaráðuneytið.
Meginverkefni Barna- og fjölskyldustofu er að veita fræðslu, ráðgjöf og handleiðslu á sviði barnaverndar og samþættingar þjónustu í þágu farsældar barna.
Stofnunin leggur mat á væntanlega fósturforeldra, heldur fósturforeldranámskeið ásamt því að veita fósturforeldrum ráðgjöf og stuðning.
Veitir börnum, innan barnaverndar, þjónustu sem lýtur að sérhæfðum meðferðarúrræðum (Stuðlar, Lækjarbakki og Bjargey), fjölkerfameðferð MST og starfsemi Barnahúss.
Auk þess leggur stofan áherslu á fræðilegar rannsóknir og stuðning við þróunar- og rannsóknarstarf ásamt uppsetningu og innleiðingu á samræmdum gagnagrunni í barnavernd á landsvísu.
Meginmarkmið Barna- og fjölskyldustofu:
• Veita framúrskarandi þjónustu í þágu farsældar barna með áherslu á gæðaþróun og stafrænar lausnir.
• Vera í fararbroddi í fræðslu og leiðsögn við þá sem veita börnum og fjölskyldum þjónustu.
• Veita fjölbreytt og sérhæfð úrræði fyrir börn byggð á gagnreyndum aðferðum.
• Stofnunin búi yfir fjölbreyttum starfshóp sem er faglegur og kraftmikill.
Ráðgjafar á nýtt stuðingsheimili fyrir unglinga
Barna- og fjölskyldustofa óskar eftir að ráða ráðgjafa á nýtt stuðningsheimili fyrir unglinga á höfuðborgarsvæðinu. Um er að ræða tíu 100% stöður í vaktavinnu sem heyra undir forstöðumann og deildarstjóra heimilisins.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Umönnun, gæsla og dagleg samskipti við unglinga.
- Einstaklingsbundinn stuðningur við unglinga í samvinnu við deildarstjóra.
- Samskipti og samvinna við foreldra og samstarfsaðila.
- Vinna að daglegri virkni unglinga s.s. vinnu, skóla og tómstundum.
- Vinna eftir þeirri meðferðarnálgun og verklagsreglum sem unnið er eftir á stuðningsheimilinu.
- Önnur verkefni í samráði við yfirmenn.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Reynsla og/eða menntun sem að mati forstöðumanns nýtist í starfi, t.d. í meðferðar-, tómstunda-, íþróttastarfi eða öryggisgæslu.
- Umsækjendur þurfa að geta tileinkað sér þá meðferðarnálgun og verklagsreglur sem unnið er eftir á stuðningsheimilinu.
- Góð færni í mannlegum samskiptum.
- Frumkvæði, sjálfstæði og skipulag í vinnubrögðum.
- Gott líkamlegt atgervi og andlegt heilbrigði.
- Gild ökuréttindi.
- Einnig er lögð áhersla á aðra persónulega eiginleika, svo sem sveigjanleika, jákvætt viðhorf til skjólstæðinga og áhuga á að starfa með ungmennum.
Auglýsing birt19. maí 2025
Umsóknarfrestur2. júní 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Skálatún, 270 Mosfellsbær
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar