Sveitarfélagið Árborg
Sveitarfélagið Árborg
Sveitarfélagið Árborg

Persónulegir ráðgjafar eða einstaklingsstuðningsaðilar

Sveitarfélagið Árborg leitar að einstaklingum til að starfa sem persónulegir ráðgjafar eða einstaklingsstuðningsaðilar, bæði fyrir börn og fullorðna.

  • Einstaklingsstuðningur er skilgreind þjónusta samkvæmt lögum nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir.

  • Persónulegir ráðgjafar eru skilgreindir í barnaverndarlögum nr. 80/2002.

  • Markmið þjónustunnar er að tryggja farsæld, draga úr félagslegri einangrun og styrkja einstaklinga í daglegu lífi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Veita persónulegan stuðning og aðstoð sem miðar að því að rjúfa félagslega einangrun, t.d. með þátttöku í félags- og menningarlífi. 
  • Stuðla að virkni og jákvæðum samskiptum í daglegu lífi. 
  • Byggja upp traust og mynda tengsl við einstaklinga sem fá þjónustuna. 
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Áhugi og hæfni til að starfa með fólki. 
  • Góð samskiptahæfni og jákvætt viðmót. 
  • Geta til að skapa öruggt, styðjandi og hvetjandi umhverfi. 
  • Reynsla af starfi með börnum eða fullorðnum er kostur, en mikilvægast er áhugi, ábyrgð og vilji til að styðja einstakling og fjölskyldu hans. 
  • Hreint sakavottorð skilyrði. 
Auglýsing birt16. september 2025
Umsóknarfrestur29. september 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Austurvegur 2, 800 Selfoss
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskipti
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar