

Öryggisstjóri Mílu
Við leitum að öryggisstjóra til að leiða öryggis- og gæðamál fyrirtækisins þvert á starfssemi okkar. Um er að ræða krefjandi, fjölbreytt og spennandi starf hjá hátæknifyrirtæki sem tengir íslenskt heimili, stofnanir og fyrirtæki við mikilvægar grunnstoðir. Helsta markmið öryggisstjóra er að tryggja öryggi fjarskiptainnviða og rekstrarkerfa okkar.
-
Innleiðing áhættustefnu
-
Stefnumótun, markmiðasetning og eftirfylgni með áhættugreiningum og úttektum
-
Þróa verklagsreglur og leiðbeiningar tengdum öryggis og gæðamálum
-
Leiða vinnu við að uppfylla kröfur ISO 27001 og NIS2 tilskipunarinnar um netöryggi
-
Umsjón með gerð áhættumats og stýringum áhættum
-
Ábyrgð og umsjón á rekstri stjórnkerfis upplýsingaöryggis
-
Halda utan um öryggisatvik og vinna að úrbótum
-
Samstarf við birgja og þjónustuaðila á sviði öryggismála
-
Vinna þétt með stjórnendum og hagsmunaraðilum að umbótum
-
Ráðgjöf og fræðsla fyrir starfsfólk í tengslum við áhættur og öryggi
-
Gegna forystuhlutverki í framþróun öryggismála fyrirtækisins
-
Háskólamenntun sem nýtist í starfi
-
Reynsla af upplýsingaöryggi og upplýsingatækniumhverfi
-
Þekking og reynsla af rekstri gæðakerfa og vottana
-
Leiðtogahæfni og reynsla af verkefnastýringu
-
Sjálfstæð og öguð vinnubrögð
-
Frumkvæði, metnaður og góð samskiptahæfni til að ná árangri í starfi
-
Gott vald á íslensku og ensku
🔋 Miðlægar starfsstöðvar í Reykjavík með hleðslustæði
🚲 Samgöngustyrkur til að styðja virka samgöngumáta
🚿 Hjólageymsla með rafmagni og aðgangur að sturtum
🥗 Mötuneyti á staðnum með salatbar og grænkerakostum
💪 Metnaðarfullt starfsumhverfi með möguleika á starfsþróun
🥳 Öflugt félagslíf á vegum starfsmannafélags og leikherbergi með billiard-borði
