Öflugur ArcGIS sérfræðingur
RARIK leitar að öflugum ArcGIS sérfræðingi til að viðhalda og þróa notkun Esri hugbúnaðar innan fyrirtækisins.
RARIK rekur stærsta dreifikerfi rafmagns á Íslandi ásamt fimm hitaveitum. Fyrirtækið er í fararbroddi orkuskipta og vinnur markvisst að innleiðingu og viðhaldi kerfa sem stuðla að aukinni skilvirkni og þróun, þar á meðal landupplýsingakerfa. Í því samhengi óskar RARIK eftir sérfræðingi með mikla reynslu af Esri hugbúnaði til að styrkja þessa starfsemi.
RARIK er jafnframt í undirbúningi fyrir innleiðingu á Utility Network, og verður það eitt af hlutverkum ArcGIS sérfræðings okkar að taka þátt í þeirri vinnu.
Við leitum að manneskju sem getur séð um uppbyggingu og viðhald ArcGIS gagnagrunns ásamt því að setja upp, þróa og viðhalda þjónustu fyrir kortagögn og tengingar við kortasjár RARIK í samvinnu við stöðlunarteymi. Mikilvægt er að viðkomandi geti haldið utan um þróun og innleiðingu nýrra tenginga við Esri hugbúnað og forrit og leggjum við þar áherslu á aukna skilvirkni og tækniþróun í samræmi við sívaxandi kröfur. Viðkomandi þarf að geta aðlagað gagnagrunna okkar að kröfum sem tengjast orkuskiptum og notkun gervigreindar, innleitt stafrænar lausnir og aðstoðað okkur við innleiðingu Utility Network.
Mikilvægt er að umsækjendur hafi viðamikil reynsla af ArcGIS kerfi og Esri hugbúnaði og þekking á Python er kostur. Góð samskiptahæfni, jákvætt viðhorf, frumkvæði, framtíðarsýn og drifkraftur eru einnig mikilvægir eiginleikar. Þekking á öðrum landfræðilegum upplýsingakerfum er kostur, sem og þekking á rafmagns og/eða hitaveitukerfum og Utility Networks.
Ef þú hefur áhuga á krefjandi og spennandi verkefnum í framvarðarsveit íslenskrar orkuþróunar, þá hvetjum við þig til að sækja um.