NAUTHÓll / MÁLIÐ Veitingar.

Við leitum að jákvæðum, drífandi, metnaðarfullum og kraft­miklum ein­stak­lingi sem hefur brenn­andi áhuga á mat og matargerð í mötuneyti Háskólans í Reykjavík.
Í boði er gefandi og áhugavert starf þar sem skemmtilegur og sam­stilltur hópur leggur metnað sinn í að veita framúrsk­ar­andi þjón­ustu.
Vinnutími er 6:30 til 13:30 alla virka daga.

Bílpróf skilyrði .
Vinsamlegar sendið umsóknir og ferilskrá á [email protected].
Frekari uppl. veitir Águstina : [email protected].
Helstu verkefni og ábyrgð

Starfið felst í því að smyrja samlokur og skreyta allskonar brauðmeti , ásamt því að þjónusta í sölubásum Málsins í Háskólanum ásamt viðvikum fyrir Nauthól.

Auglýsing birt11. febrúar 2025
Umsóknarfrestur23. febrúar 2025
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Menntavegur 1, 101 Reykjavík
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar