Smáraskóli
Smáraskóli
Smáraskóli

Náms- og starfsráðgjafi

Smáraskóli leitar að náms- og starfsráðgjafa í 100% starf fyrir skólaárið 2024-2025. Um er að ræða tímabundið starf til að byrja með. Smáraskóli er staðsettur í fallegu umhverfi í Kópavogsdalnum.

Smáraskóli er heildstæður grunnskóli með um 490 nemendur og um 80 starfsmenn. Unnið er samkvæmt uppeldisstefnunni Uppeldi til ábyrgðar og unnið er að innleiðingu Réttindaskóla UNICEF.

Áhersla er lögð á skapandi skólastarf og samviinnu starfsfólks og nemenda. Teymiskennsla er það fyrirkomulag sem lagt er til grundvallar. MIkil áhersla er lögð á fjölbreytta kennsluhætti og einstaklingsmiðun náms.

Smáraskóli er staðsettur í fallegu umhverfi í Kópavogsdalnum ogmiklir möguleikar eru til hreyfingar, útiveru og útináms í nágrenni skólans.

Menntun og mannrækt er leiðarljós í starfi Smáraskóla.

Menntun og hæfniskröfur

  • Menntun í náms- og starfsráðgjöf.
  • Leyfi til að starfa sem námsráðgjafi.
  • Áhugi á þverfaglegu samstarfi.
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Skipulagshæfileikar.
  • Þolinmæði, umburðarlyndi og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum og samstarfi.
  • Frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi.

Ráðið verður í starfið frá 1. ágúst 2024. Bent er á að samkvæmt lögum þurfa umsækjendur að samþykkja heimild til öflunar upplýsinga úr sakaskrá.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og KÍ / BHM.
Karlar jafnt sem konur eru hvött til að sækja um starfið.
Frekari upplýsingar veitir Börkur Vígþórsson skólastjóri, borkurv@kopavogur.is eða í síma 441-4800 eða gsm 664-8366.
Auglýsing stofnuð7. maí 2024
Umsóknarfrestur19. maí 2024
Tungumálakunnátta
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
Staðsetning
Dalsmári 1, 201 Kópavogur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar