
Matreiðslumaður óskast
Matreiðslumaður óskast í 100% starf
Matborðið er traust og rótgróið fyrirtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu á hádegismat fyrir fyrirtæki og stofnanir. Allur matur er eldaður á staðnum og sendur út daglega.
Við leitum að metnaðarfullum kokki með reynslu til að ganga til liðs við okkar frábæra teymi. Um er að ræða 100% starf með vinnutíma frá 7:00–15:00 alla virka daga.
Við bjóðum upp á:
-
Góð starfskjör
-
Ánægjulegt vinnuumhverfi með lága starfsmannaveltu
-
Reglulegan vinnutíma á dagvinnutíma
Hæfniskröfur:
-
Reynsla sem kokkur er skilyrði
-
Skipulagshæfni og sjálfstæð vinnubrögð
-
Góð samskiptafærni og samstarfsvilji
- Sveins eða meistarapróf í matreiðslu
Helstu verkefni:
-
Almenn eldamennska
-
Uppsetning matseðla í samvinnu við teymið
-
Innkaup og utanumhald birgða
Ef þú hefur áhuga, ekki hika við að hafa samband við Egil Steingrímsson framkvæmdastjóra í síma 847-7693 eða senda tölvupóst á [email protected].












