
Bragðlaukar
Bragðlaukar ehf. er hádegisverðar- og veisluþjónustufyrirtæki sem býður upp á bragðgóðan og næringarríkan hádegisverð fyrir fyrirtæki og hópa.
Við erum einnig með veitingastað í Gnoðavogi 44 sem er opinn í hádeginu.
Markmið okkar er að bjóða ávallt upp á ferskt og gott hráefni sem skilar sér í betri líðan og meiri hamingju. Einfaldleiki og góður undirbúningur eru þau grunvallaratriði sem við vinnum eftir og hjálpa þau við að halda matarsóun í algjöru lágmarki.
Við bjóðum upp á rétt dagsins ásamt fersku salati, nýbökuðu súrdeigsbrauði og kryddsmjöri. Einnig bjóðum við þeim sem eru á sérfæði eða með einhverskonar fæðuóþol að panta blandaða grænmetisrétti eða salatskálar.
Það sem við bjóðum upp á er:
-Nýtt og ferskt hráefni
-Matur framleiddur af eingöngu fagmenntuðum einstaklingum
-Frí heimsending fyrir fyrirtæki með að lágmarki 20 manns
-Leiga á hitaborðum og áhöldum fyrir fyrirtæki
-Drykkjarföng frá Coca-Cola
-Ávaxtabakka

Matreiðslumaður/chef
Við erum fyrirtæki sem þjónustar fyrirtæki um mat í hádeginu. Einnig erum við með hádegisverðar stað sem býður upp á úrvals fiskrétti á hverjum virkum degi. Við erum einnig með veisluþjónustu og höfum verið með ótal brúðkaup, veislur og fleiri viðburði.
Við erum að leitast eftir jákvæðum starfskrafti sem hefur mikla reynslu af matargerð og hefur metnað í að bjóða upp á góðan og fjölbreyttan mat. Við erum að leitast eftir einhverjum sem kemur með góða viðbót í starfsliðið og leggur sig fram við að vinna vel með öðrum. Umburðarlyndi, sveigjanleiki og drifkraftur eru kostir sem við leitumst eftir.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Mikil og fjölbreytt eldamennska fylgir þessu starfi og þarf viðkomandi að hafa framúrskarandi kunnáttu í því. Matreiðsla, skipulag verkefna í eldhúsi, innkaup, matseðlagerð, leiðtogahæfni, frumkvæði, snyrtimennska (við vinnu og einstaklingurinn sjálfur) er mjög mikilvæg og allt kostir sem við metum mikils!
Menntunar- og hæfniskröfur
- Matreiðslumaður eða mikil reynsla í matargerð.
Auglýsing birt19. september 2025
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Urðarhvarf 4, 203 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
EldhússtörfFrumkvæðiJákvæðniLeiðtogahæfniMetnaðurSkipulag
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)

Yfirþjónn | Head waiter
Íslandshótel

Matartæknir í Veitingaþjónustu
Landspítali

Kjötkompaní - verslunarstarf
Kjötkompaní ehf.

Þjón í fullt starf
Kringlukráin

Von Mathús í Hafnarfirði óskar eftir kokk í 100% starf / Chef needed
VON mathús og bar

Dishwasher and Chef needed
ION Adventure Hotel

Starfsfólk í eldhús og afgreiðslu
YUZU

Mötuneyti starfsmanna í Reykjanesbæ
Skólamatur

Matartæknir - Hrafnista Laugarási
Hrafnista

Viltu verða djúsari? (Fullt starf )
Joe & the juice

Þjónustu- og menningarsvið: Umsjón mötuneytis
Akureyri

Leikskólinn Klambrar - mötuneyti
Skólamatur