
Límtré Vírnet ehf
Límtré Vírnet er íslenskt iðnfyrirtæki og starfsstöðvar þess byggja á áratuga löngum framleiðsluferlum. Starfsfólk okkar er einnig með áratuga starfsreynslu við framleiðslu og sölu á gæðavörum fyrir byggingariðnaðinn á Íslandi.
Starfsstöðvar okkar eru á þremur stöðum á landinu. Höfuðstöðvar okkar eru á Lynghálsi, þar sem innkaupadeild, fjármálastjóri og byggingadeild er starfrækt ásamt afgreiðslu á helstu lagervörum fyrirtækisins. Í Borgarnesi er framleitt valsað stál og ál til klæðninga utanhúss og innanhúss, ásamt framleiðslu á milliveggjastoðum úr stáli.
Í Borgarnesi eru einnig reknar blikksmiðja og járnsmiðja.
Á Flúðum er svo framleiðsla á límtré og steinullareiningum.
Söludeildir fyrirtækisins er starfræktar á Lynghálsi 2 í Reykjavík og á Borgarbraut 74 í Borgarnesi.
Matráður óskast í Borgarnesi
Ertu með ástríðu fyrir matargerð og hefur gaman af að elda ljúffengan og næringarríkan mat? Við leitum að metnaðarfullum og skipulögðum matráði til að ganga til liðs við okkur!
Við bjóðum:
- Skemmtilegt starf í góðu og stöðugu starfsumhverfi
- Góðan vinnutíma frá kl. 8-14
- Samkeppnishæf laun og góðan starfsanda
- Tækifæri til að taka þátt í hönnun nýs og vel búins eldhúss
Helstu verkefni og ábyrgð
Matráðurinn sér um daglega matseld fyrir starfsfólk Límtré Vírnets í Borgarnesi. Helstu verkefni fela í sér:
- Undirbúning og matreiðslu fyrir kaffitíma og hádegismat
- Skipulagningu matseðils og innkaupa
- Framsetningu og frágang matvæla
- Þrif og frágang á eldhús- og matarstöðvum
- Gæðaeftirlit á matvörum
Menntunar- og hæfniskröfur
- Reynsla af eldamennsku og matargerð
- Skipulagshæfileikar og geta til að vinna sjálfstætt
- Jákvætt viðmót og góð samskiptahæfni
- Hreinlæti og fagmennska í fyrirrúmi
Ef þetta hljómar eins og starf fyrir þig, sendu umsókn og ferilskrá hér eða á netfangið [email protected].
Auglýsing birt28. febrúar 2025
Umsóknarfrestur16. mars 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Borgarbraut 74, 310 Borgarnes
Starfstegund
Hæfni
EldhússtörfMatreiðsluiðn
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Silfra Restaurant - Waiters
ION Adventure Hotel

Matreiðslumaður│Chef
Finnsson í Kringlunni

Matreiðslumaður/aðstoð í elhús/chef/assistant
Sæta Svínið

Óskum eftir matreiðslu manni/konu
árnes ferðaþjónusta ehf

Sumarstörf landsbyggð - Seasonal jobs country side Hotels
Iceland Hotel Collection by Berjaya

Starfsmaður í eldhús / Kitchen worker
Yndisauki ehf

Aðstoðarmatráður óskast í Sólhvörf
Sólhvörf

Waiter and kitchen assistant summer work
El Grillo

Matreiðslumaður/Chéf - Austurland
VALASKJÁLF

Við leitum af hressu sumarstarfsfólki!
Verksmiðjan Restaurant Akureyri

Leitum að áhugasömum matreiðslumönnum
Kol Restaurant

Matreiðslumaður / Chef
Krauma náttúrulaugarnar ehf