Hjallastefnan
Hjallastefnan

Matráður

Leikskólinn Hólmasól óskar eftir að ráða matráð í fjölbreytt og lifandi starf.

Leikskólinn Hólmasól er rekinn af Hjallastefnunni ehf. og vinnur eftir kynjanámsskrá Hjallastefnunnar. Markmiðið er að sinna þörfum einstaklinga, efla jákvæðni og gleði og er umhverfið einfalt og gagnsætt. Í Hjallastefnunni er unnið með opinn efnivið þar sem sköpunargáfa barnanna ræður ríkjum. Við berum mikla virðingu fyrir umhverfinu og kennum börnunum jákvæðan aga. Á Hólmasól eru 140 börn og starfsfólk er 40 talsins.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Annast matseld, bakstur, sérfæði nemenda og gerð og framfylgd matseðla.
  • Fylgist með rekstrarstöðu eldhúss og leitast við að innkaup og skipulagning séu sem hagkvæmust ásamt því að sjá um bókhald í eldhúsi
  • Hefur umsjón og eftirlit með tækjum og búnaði í eldhúsi
  • Kemur að daglegum frágangi og þrifum í eldhúsi
  • Ýmis önnur verkefni í samráði við stjórnendur og samstarfsfólk
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Reynsla og þekking af matargerð
  • Gott skynbragð á heilsumamlegan mat
  • Færni til samvinnu og rík þjónustulund
  • Lausnamiðuð hugsun og jákvætt og opið hugarfar
  • Sjálfstæði og frumkvæði
  • Skipulögð vinnubrögð og snyrtimennska
  • Góð íslenskukunnátta
Auglýsing birt15. október 2024
Umsóknarfrestur22. október 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
Staðsetning
Helgamagrastræti 1, 600 Akureyri
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar