Þjóðkirkjan
Þjóðkirkjan

Mannauðsstjóri

Þjóðkirkjan óskar eftir að ráða metnaðarfullan og framsýnan einstakling í starf mannauðsstjóra. Leitað er að einstaklingi sem býr yfir framúrskarandi samskiptafærni og umbótasinnuðum hugsunarhætti. Mannauðsstjóri leiðir þróun og framkvæmd mannauðsmála, veitir stuðning við stjórnendur og starfsfólk og ber auk þess ábyrgð á að leiða verkefni sem styðja við jákvæða vinnustaðamenningu þar sem gildi Þjóðkirkjunnar eru höfð að leiðarljósi.


Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Stjórnun mannauðsmála, ráðgjöf, fræðsla og stuðningur við stjórnendur
  • Uppbygging liðsheildar og jákvæðra samskiptahátta
  • Ábyrgð á ráðningum
  • Umsjón og ábyrgð á jafnlaunakerfi og jafnlaunavottun
  • Ábyrgð á starfsmanna- og stjórnendahandbókum, starfslýsingum og þjálfun
  • Umsjón og eftirfylgni með vinnustaðagreiningum og starfsmannasamtölum
  • Þátttaka í gerð fjárhagsáætlana og launaáætlana
  • Upplýsingagjöf til framkvæmdastjóra og stjórnar


Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, menntun á sviði mannauðsstjórnunar er kostur
  • Þekking og áhugi á þjónustu kirkjunnar.
  • Reynsla af mannauðsstjórnun og stefnumótun
  • Reynsla af fræðslu- og starfsþróunarmálum
  • Þekking á kjarasamningum, jafnlaunavottun og vinnurétti er æskileg
  • Leiðtogahæfni og árangursmiðað viðhorf
  • Þjónustulund, framúrskarandi samskiptafærni og jákvætt viðmót
  • Mjög góð tölvukunnátta og færni í notkun mannauðskerfa
  • Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti

Um Þjóðkirkjuna:

Þjóðkirkjan er vettvangur fólks sem sameinast í kristinni trú. Hún stendur vörð um kristin gildi og býður öllum sem leita trúarlegs og andlegs stuðnings að finna samstöðu, hlýju og von. Með helgihaldi, fræðslu og þjónustu leggur kirkjan áherslu á virðingu, umhyggju og samfélag þar sem hver einstaklingur skiptir máli.

Umsóknarfrestur er til og með 5. janúar 2026. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Umsóknir gilda í sex mánuði frá dagsetningu auglýsingar. Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags.



Nánari upplýsingar veitir Sigríður Svava Sandholt ([email protected]).

Auglýsing birt17. desember 2025
Umsóknarfrestur5. janúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Borgartún 26, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.LeiðtogahæfniPathCreated with Sketch.MannauðsstjórnunPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.StefnumótunPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar