Borealis Data Center ehf.
Borealis Data Center ehf.
Borealis Data Center ehf.

Mannauðsfulltrúi/HR Coordinator

Við leitum að skipulögðum og þjónustulunduðum mannauðsfulltrúa/HR Coordinator til að ganga til liðs við mannauðsteymi Borealis Data Center. Starfið felur í sér fjölbreytt og ábyrgðarfull verkefni tengd daglegum mannauðsmálum og veitir góða innsýn í rekstur og þróun mannauðsmála í vaxandi fyrirtæki.

Sem mannauðsfulltrúi munt þú vinna náið með mannauðsstjóra og styðja við framkvæmd mannauðsferla, þjónustu við starfsmenn og samskipti innan fyrirtækisins. Starfið hentar vel einstaklingi snemma á ferli sínum í mannauðsmálum sem vill byggja upp þekkingu og reynslu í faglegu og stuðningsríku umhverfi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Umsjón með daglegri mannauðsumsýslu og skráningu starfsmannaupplýsinga
  • Gerð ráðningarsamninga, viðauka og annarra mannauðstengdra skjala
  • Söfnun og yfirferð gagna vegna launavinnslu
  • Samræming ráðningarferla, m.a. auglýsinga, viðtalsbókana og samskipta við umsækjendur
  • Stuðningur við móttöku og innleiðingu nýrra starfsmanna
  • Tengiliður starfsmanna varðandi almenn mannauðsmál
  • Stuðningur þegar kemur að innri samskiptum, fræðslu og starfsánægjuverkefnum
  • Almenn aðstoð við starfsmenn á skrifstofu 
  • Aðstoð við ýmis verkefni og þróun mannauðsferla í samstarfi við mannauðsstjóra
Menntunar- og hæfniskröfur
  • BSc í mannauðsmálum, viðskiptafræði eða skyldum greinum
  • Reynsla af mannauðs-, skrifstofu- eða umsýslustörfum er kostur
  • Góð skipulagshæfni og nákvæmni
  • Góð samskiptafærni á íslensku og ensku
  • Færni í notkun tölvu- og upplýsingakerfa
  • Mikil áhersla á trúnað og fagmennsku
Fríðindi í starfi
  • Samkeppnishæf laun og öflugt starfsumhverfi
  • Öflugt félagslíf og jákvæð vinnustaðarmenning - starfsmannafélagið stendur reglulega fyrir viðburðum, heilsueflingu og öðru félagslífi
  • Alþjóðlegt og fjölbreytt starfsumhverfi - við erum fjölbreytt teymi sem leggur áherslu á heiðarleika, virðingu og samstarf þvert á menningu og bakgrunn
  • Sveigjanlegt vinnuumhverfi og tækifæri til vaxtar - við bjóðum upp á sveigjanleika í vinnu og hvetjum til stöðugrar þekkingaröflunar og starfsþróunar
Auglýsing birt29. desember 2025
Umsóknarfrestur13. janúar 2026
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
ÍslenskaÍslenska
Valkvætt
Mjög góð
Staðsetning
Suðurlandsbraut 4, 108 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar