Innviðaráðuneytið
Innviðaráðuneytið

Mannauðs- og teymisstjóri

Innviðaráðuneytið óskar eftir að ráða mannauðs- og teymisstjóra á skrifstofu stefnumótunar og fjárlaga.

Leitað er að drífandi einstaklingi sem hefur áhuga á fólki, umbótum og býr yfir hæfni til að leiða mörg fjölbreytt og krefjandi verkefni hverju sinni.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Ábyrgð, þróun og framkvæmd mannauðsstefnu.

  • Ráðgjöf til stjórnenda og starfsfólks.

  • Umsjón með ráðningum og skipulagning fræðslu og þjálfunar.

  • Umsjón og stuðningur við verkefnastjórnun.

  • Þróun og skipulagning teymisvinnu og stuðningur teyma til árangurs.

  • Þróun jafnlaunakerfis og framkvæmd jafnlaunagreininga.

  • Þróun starfsumhverfis.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólapróf sem nýtist í starfi, t.d. sálfræði, mannauðsstjórnun, íþróttafræði. Framhaldsmenntun æskileg.

  • Þekking og marktæk reynsla á sviði mannauðsmála.

  • Reynsla eða þekking á teymisvinnu og verkefnastjórnun.

  • Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur.

  • Reynsla af umbótaverkefnum og breytingastjórnun er kostur.

  • Sjálfstæði, frumkvæði og metnaður til að ná árangri.

  • Gott vald á íslensku í rituðu og mæltu máli.

Auglýsing birt11. febrúar 2025
Umsóknarfrestur17. febrúar 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Sölvhólsgata 7, 101 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar