Apótekarinn
Apótekarinn
Apótekarinn

Lyfsöluleyfishafi - Apótekarinn Akureyri

Lyfsöluleyfishafi óskast

Langar þig að leiða öflugt apótek og taka þátt í að móta virðisaukandi þjónustu fyrir samfélagið? Apótekarinn á Akureyri leitar að metnaðarfullum leyfishafa sem vill taka frumkvæði, byggja upp sterkt teymi og tryggja faglega og persónulega þjónustu við viðskiptavini.

Helstu verkefni?

  • Dagleg stjórnun og rekstur apóteksins
  • Fagleg ábyrgð á afgreiðslu lyfja í samræmi við lög og reglur um lyfsölu
  • Leiða öflugt teymi og tryggja framúrskarandi þjónustu
  • Þróun lyfjafræðilegrar þjónustu í samræmi við stefnu Lyf og heilsu

Hæfniskröfur:

  • Háskólapróf í lyfjafræði og gilt starfsleyfi
  • Að lágmarki 2ja ára starfsreynsla sem lyfjafræðingur
  • Leiðtogahæfileikar, skipulagshæfni og drífandi hugarfar
  • Framúrskarandi samskiptahæfni og þjónustulund

Hvað býður Apótekarinn?

  • Frábær samvinna innan keðju apóteka
  • Samkeppnishæf laun
  • Góð kjör fyrir starfsmenn á vörum Apótekarans og Lyf og heilsu
  • Öflugt starfsmannafélag

Verslunin er opin alla virka daga frá 10-20.

Nánari upplýsingar um starfið veita Fríður S. Þormar, mannauðs- og gæðastjóri [email protected] og Sigrún Erlendsdóttir, sérfræðingur í mannauðsmálum [email protected]

Um Apótekarann:

Apótekarinn er hluti af Lyf og heilsu en félagið rekur í dag 27 lyfjaverslanir undir merkjunum Lyf og heilsu, Apótekarinn, Garðsapótek og Apótek Hafnarfjarðar. Félagið rekur einnig 4 lyfjaútibú. Auk lyfjaverslana rekur félagið tvær gleraugnaverslanir undir merkinu Augastaður, SA Lyfjaskömmtun og Gamla apótekið, sem sérhæfir sig í framleiðslu á kremum, áburðum og olíum. Alls starfa um 300 manns hjá félaginu í um 175 stöðugildum.

Félagið leggur áherslu á heilsu og heilbrigði og er markmið þess að auka lífsgæði viðskiptavina sinna, veita persónulega, örugga og faglega þjónustu með breiðu úrvali lyfja, heilsutengdra vara og snyrtivara. Stefnt er að því að styðja við þessar áherslur og markmið, enda eru lyfjaverslanir lykil innviðir í hverju samfélagi.Félagið er á spennandi tímamótum með nýju eignarhaldi og munu leyfishafar taka virkan þátt í mótun félagsins til framtíðar.

Auglýsing birt8. janúar 2026
Umsóknarfrestur26. janúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Hrísalundur 5, 600 Akureyri
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.LeiðtogahæfniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar