Lyfjaval
Lyfjaval
Lyfjaval

Lyfjafræðingur í Lyfjaval Selfossi

Lyfjaval leitar að metnaðarfullum lyfjafræðingi í nýjasta apótek félagsins. Apótekið opnaði á Selfossi í febrúar 2025 og hefur gengið vonum framar. Opnunartíminn er 09:00-21:00 alla daga nema sunnudaga. Vinnutíminn er dag-, kvöld- og helgarvinna á vöktum.

Í apótekinu er góð verslun ásamt þremur bílalúgum. Í bílalúgunum upplifa viðskiptavinir mikið næði sem sömuleiðis veita lyfjafræðingum gott rými til þess að veita ráðgjöf.

Lyfjaval leggur metnað í að bjóða viðskiptavinum sínum lyf og aðrar heilsutengdar vörur, þar sem traust, fagmennska og nærgætni við viðskiptavini er í fyrirrúmi.

Um fullt starf er að ræða og æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Nánanir upplýsingar veitir Helma Björk, lyfsöluleyfishafi á Selfossi, [email protected].

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Fagleg ráðgjöf til viðskiptavina 
  • Afgreiðsla lyfja samkvæmt lögum og reglugerðum um lyfsölu
  • Samskipti við lækna og heilbrigðisstofnanir
  • Þátttaka í innra gæðaeftirliti og umbótarverkefnum
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólapróf í lyfjafræði
  • Gilt starfsleyfi frá Embætti landlæknis
  • Rík þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum
  • Hæfni til að vinna í hóp
  • Frumkvæði, áreiðanleiki og skipulögð vinnubrögð
  • Áhugi á að taka þátt í að efla starfsemi Lyfjavals
Fríðindi í starfi
  • Afsláttarkjör hjá Lyfjaval og tengdum félögum Dranga
Auglýsing birt9. janúar 2026
Umsóknarfrestur15. febrúar 2026
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Eyravegur 42, 800 Selfoss
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar