
Lyf og heilsa
Lyf & heilsa er framsækið verslunar- og þjónustufyrirtæki með starfsemi á fimm stöðum um landið, á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri.
Heilsa og heilbrigði er sérsvið fyrirtækisins og er markmið þess að auka lífsgæði viðskiptavina sinna með því að bjóða lyf og aðrar heilsutengdar vörur.
Í Lyfjum & heilsu er veitt persónuleg, örugg og fagleg þjónusta. Vöruframboðið tekur mið af því og stenst ströngustu kröfur viðskiptavina.

Lyfjafræðingur - Lyf og heilsa
Lyf og heilsa óskar eftir lyfjafræðingi til starfa í apótek félagsins á höfuðborgarsvæðinu.
Um er að ræða fullt starf en hlutastarf kemur einnig til greina.
Starfssvið:
Fagleg ábyrgð á afgreiðslu lyfja samkvæmt lögum og reglugerðum um lyfsölu.
Hæfniskröfur:
- Háskólapróf í lyfjafræði
- Gilt starfsleyfi
- Brennandi áhugi á þjónustu
- Góð samskiptahæfni og hæfni til að vinna í hóp
Um framtíðarstarf er að ræða.
Nánari upplýsingar veitir Guðbjörg Stefánsdóttir rekstrar- og mannauðsstjóri [email protected]
Lyf og heilsa er framsækið þjónustufyrirtæki með starfsemi víðsvegar um landið. Fyrirtækið leggur metnað sinn í að veita viðskiptavinum sínum framúrskarandi þjónustu á sviði heilsu, heilbrigði og lífsgæða.
Auglýsing birt26. ágúst 2025
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Síðumúli 20, 108 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
MetnaðurÞjónustulund
Vinnuumhverfi
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (3)