Háskólinn í Reykjavík
Háskólinn í Reykjavík
Háskólinn í Reykjavík

Lögfræðingur

Háskólaskrifstofa Háskólans í Reykjavík óskar eftir metnaðarfullum og hæfum lögfræðingi í 70% starf tímabundið til 1. mars 2027. Starfið er fjölbreytt og krefjandi og felur í sér víðtæka ábyrgð á lögfræðilegum málefnum háskólans.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Ábyrgð á lögfræðilegum álitaefnum er varða starfsemi HR, þar á meðal umsjón með úthýsingu persónuverndar og annarra lögfræðilegra mála.
  • Umsjón með samningum HR sem berast háskólaskrifstofu, þ.m.t. samningsgerð við innlenda og erlenda aðila og ráðgjöf.
  • Lögfræðileg ráðgjöf til stjórnenda og starfsmanna, m.a. varðandi túlkun reglna HR, nemendamál og agaviðurlög.
  • Samskipti við opinbera aðila, lögmannsstofur og gagnaðila vegna lögfræðilegra mála.
  • Umsjón með regluverki HR, þar á meðal gerð nýrra reglna, uppfærslu reglna og innleiðingu.
  • Þátttaka í rýni stefnu, viðbragðsáætlana og annarra lykilskjala.
  • Skipulagning og utanumhald aðalfunda dótturfélaga ásamt annarri lögfræðilegri ráðgjöf.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Embættis- eða meistarapróf í lögfræði
  • Þekking á sviði stjórnsýsluréttar er kostur
  • Hæfni í ritun lögfræðilegra texta, sem og nákvæmni í vinnubrögðum
  • Samskiptahæfni og hæfni til þátttöku í teymisvinnu
  • Sjálfstæði og frumkvæði í vinnubrögðum
  • Gott vald á íslensku og ensku, bæði í ræðu og riti
Auglýsing birt22. desember 2025
Umsóknarfrestur5. janúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Menntavegur 1, 101 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar