Líf byggingar óskar eftir öflugum tækniteiknara.
Vilt þú vera hluti af framsæknu og öflugu teymi hjá fyrirtækinu Líf byggingar? Við leitum að metnaðarfullum og reynslumiklum tækniteiknara til að styrkja okkur í vaxandi verkefnum.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Teiknun og útgáfa séruppdrátta fyrir lagna- og loftræstikerfi
- Skjalastýring
- Samvinna við hönnunarteymi og verkfræðinga til að tryggja gæði og nákvæmni
- Eftirlit með framvindu verkefna og yfirferð teikninga
Hæfniskröfur:
- Nám í tækniteiknun
- Reynsla af vinnu sem tækniteiknari og góð þekking á AutoCAD og Revit, reynsla af Navisworks er æskileg
- Góð almenn tölvukunnátta, m.a. á Microsoft Office umhverfinu
- Sjálfstæð, skipulögð og öguð vinnubrögð
- Öll okkar starfsemi byggir á teymishugsun þar sem samvinna, þátttaka og samábyrgð í sterkri liðsheild eru grundvallaratriði
- Við vinnum fjölbreytt verkefni þvert á fagsvið og svæði og leggjum því mikið upp úr því að til liðs við okkur kraftmikið, jákvætt og metnaðarfullt starfsfólk sem skarar fram úr á sínu sviði
Við bjóðum:
- Góðan starfsanda og tækifæri til faglegra framfara
- Krefjandi og fjölbreytt verkefni í skemmtilegu umhverfi
- Sveigjanleika og góðan stuðning frá samheldnu teymi
Ef þú hefur áhuga á að taka næsta skref á þínum starfsferli og vinna hjá okkur í Líf byggingum, sendu okkur þá umsókn ásamt ferilskrá á netfangið okkar lifbyggingar@lifbyggingar.is. Nánari upplýsingar veittar á sama netfangi.
Komdu og vertu hluti af öflugu teymi sem leggur metnað í byggingarlausnir til framtíðar!
Auglýsing birt16. nóvember 2024
Umsóknarfrestur29. nóvember 2024
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Hallgerðargata 13, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
AutocadRevit
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (1)