

Leikskólinn Hagasteinn á Akureyri óskar eftir skólastjóra í nýjan skóla sem opnar í ágúst 2026
Staða skólastjóra leikskólans Hagasteins á Akureyri er laus til umsóknar. Um ótímabundna ráðningu er að ræða. Ráðið verður í stöðuna frá og með 1. apríl 2026 eða samkvæmt samkomulagi.
Við leitum að framsýnum og metnaðarfullum skólastjóra sem er reiðubúinn til þátttöku í að byggja upp nýjan leikskóla frá grunni. Skólinn opnar í tveimur áföngum. Í fyrri áfanga er áætlað að opna fjórar deildir í ágúst 2026 og í seinni áfanga verða fimm deildir opnaðar, áætlað í apríl 2027. Lögð verður áhersla á hlýtt, öruggt og skapandi lærdómssamfélag þar sem velferð barna og starfsfólks er í fyrirrúmi.
Skólastjóri er forstöðumaður leikskóla, stjórnar honum og er faglegur leiðtogi sem fylkir liði um stefnu skólans og árangursríka starfshætti. Skólastjóri stýrir og ber ábyrgð á faglegri þróun, daglegum rekstri, mannauðsmálum og annarri starfsemi skólans og tryggir að skólastarf sé í samræmi við lög og reglugerðir. Skólastjóri kemur á og viðheldur góðum skólabrag með tilstyrk starfsfólks skólans.
Við leggjum áherslu á heilnæmt og barnvænt umhverfi, þar sem líkamleg og andleg vellíðan er undirstaða leikskólastarfsins. Í innra og ytra umhverfi skólans verður hugað að:
- Eiturefnalausu umhverfi: Áhersla lögð á vandaðan efnivið í húsgögnum, leikföngum, borðbúnaði og námsgögnum, þannig að umhverfið sé öruggt og heilnæmt eins og kostur er.
- Náttúrunni: Náttúran verður nýtt markvisst sem hluti af leik og námi og umhverfismennt fái ríkan sess í daglegu starfi.
- Hreyfingu og næringu: Börn fá fjölbreytt tækifæri til hreyfingar og góð næring er hluti af daglegu starfi.
- Virðingu fyrir umhverfi: Flokkun og umhverfisvitund eru hluti af leik og starfi.
- Heilbrigði og öryggi: Öryggi, vellíðan og heilbrigði allra í skólasamfélaginu eru ávallt í forgrunni.
- Náttúrulegu litavali og rólegu umhverfi: Róandi og fallegt umhverfi styður einbeitingu, leik og skapandi hugsun.
- Skapandi og sjálfsprottnum leik: Leik- og efniviður er valinn með það í huga að hvetja börn til sjálfstæðrar sköpunar, ímyndunar og lausnaleitar.
- Lestrar- og málörvun: Lögð er áhersla á málþroska og læsi með læsishvetjandi umhverfi á fjölbreyttan hátt.
Áherslur
Leikskólinn mun starfa samkvæmt lögum og reglugerðum um leikskóla, Aðalnámskrá leikskóla, menntastefnu Akureyrarbæjar og sem Réttindaskóli UNICEF, þar sem mannréttindi barna eru leiðarljós í öllu starfi.
Í samstarfi við nýráðinn skólastjóra fer fram sameiginleg mótun faglegra áherslna, agastefnu og innra starfs.
- Skólastjóri leiðir þróun skólastarfs og veitir því faglega forystu í samræmi við skólastefnu, menntastefnu og aðrar stefnur Akureyrarbæjar, aðalnámskrá leikskóla, lög og reglugerð um leikskóla og lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.
- Stýrir daglegri starfsemi, mannauðs- og rekstrarmálum.
- Stuðlar að framförum, árangri, velferð og vellíðan nemenda og starfsfólks.
- Þróar og fylgir eftir framsækinni sýn, stefnu og skólamenningu í samstarfi við starfsfólk, nemendur og foreldra.
- Kennaramenntun og leyfi til að nota starfsheitið kennari.
- Viðbótarmenntun á sviði menntunarfræða og/eða stjórnunar er æskileg.
- Farsæl reynsla af kennslu.
- Farsæl samvinna við aðstandendur nemenda.
- Farsæl reynsla af störfum á sviði stjórnunar og/eða reksturs skóla.
- Farsæl reynsla af faglegri forystu og leiðsögn á sviði kennslu og þróunar í skólastarfi.
- Farsæl reynsla af mannauðsmálum kostur og færni til eflingar mannauðs.
- Samstarfsvilji og framúrskarandi hæfni og lipurð í samskiptum.
- Frumkvæði og góð leiðtogahæfni.
- Sjálfstæði og góð skipulagshæfni.
- Metnaður til árangurs.
- Góð íslenskukunnátta og færni til að tjá sig í ræðu og riti.
- Góð enskukunnátta.
- Gerð er krafa um vammleysi, s.s. að vera með gott orðspor og að framkoma og athafnir á vinnustað og utan hans samrýmist starfinu.
Íslenska
Enska










