
Kópasteinn
Leikskólinn Kópasteini er fimm deilda leikskóli í tveimur húsum með 98 börn á aldrinum 1-5 ára á aldursskiptum deildum. Skólinn opnar kl. 7:30 og lokar kl. 16.30. Í starfinu er lögð áhersla á sjálfssprottinn leik í allri sinni fjölbreytni, lífsleikni, tónlist og málrækt.
Leikskólinn Kópasteinn hóf starfsemi árið 1964 og er fyrsti leikskólinn í Kópavogi. Kópasteinn stendur í ákaflega fögru umhverfi í hjarta Kópavogs við Borgarholtið. Kópavogskirkjan er á hæðinni fyrir ofan okkur, Listasafn Gerðar Helgadóttur blasir við og Salurinn. Þá er Borgarholtið hér allt í kring. Börnin þurfa því ekki að fara langt til að upplifa fagurt útsýni, fallegar byggingar og menningu. Vettvangsferðir eru tíðar í nærliggjandi stofnanir og nánasta umhverfi.
Börnin fara í vinnustundir í tónlist, skapandi starfi, málrækt og fleiru. Í sjálfssprottna leiknum er notað valkerfi en þá er fjölbreyttur efniviður í boði í frjálsum leiktíma barnanna. Samverustundir eru daglega inni á öllum deildum. Þar er lesið og sungið og hin ýmsu mál rædd í barnahópnum.
Endurvinnsla og endurnýting er samofin starfinu. Umhverfisfræðsla er stór þáttur af starfinu, á vorin og haustin er lögð áhersla á að vinna með náttúruna í víðum skilningi. Við sáum fyrir ýmsum jurtum, setjum niður kartöflur og höldum sérstaka Umhverfisdaga í skólanum.
Fjölmenning er allnokkur við skólann og við fögnum henni í daglegu starfi.

Leikskólakennari óskast á yngstu deild
Ert þú ábyrgur, jákvæður og sjálfstæður leikskólakennari sem hefur gaman af nýjum áskorunum? Þá gætum við verið að leita að þér!
Leikskólinn Kópasteinn hóf starfsemi 1964 og er elsti leikskóli Kópavogs. Skólinn er staðsettur í Borgarholtinu við Hábraut 1, stutt er í allar helstu menningarstofnanir bæjarins. Í skólanum eru 98 börn á fimm deildum og er húsnæði skólans í tveimur byggingum. Starfað er eftir Aðalnámskrá leikskóla með áherslu á lífsleikni, tónlist og málrækt. Við skólann starfar reynslumikill hópur kennara og starfsfólks sem leggur áherslu á að gera góðan skóla betri alla daga. Gaman saman eru einkunnarorð skólans og endurspegla daglegt starf.
Heimasíða leikskólans er kopasteinn.kopavogur.is
Helstu verkefni og ábyrgð
- Vinnur að uppeldi og menntun barnanna.
- Tekur þátt í skipulagningu faglegs starfs deildarinnar undir stjórn deildarstjóra.
- Tekur þátt í gerð skólanámskrár, mati á starfsemi leikskólans og þróunarverkefnum undir stjórn leikskólastjóra.
- Vinnur í nánu samstarfi við foreldra/forráðamenn barnanna.
- Sinnir þeim verkefnum er varða uppeldi og menntun barnanna sem yfirmaður felur honum.
- Starfið felur í sér almenna kennslu.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Leikskólakennaramenntun og leyfisbréf kennara eða önnur uppeldismenntun.
- Ábyrgur og jákvæður einstaklingur sem á auðvelt með mannleg samskipti.
- Frumkvæði, lausnamiðuð hugsun og metnaður til að ná árangri í starfi.
- Sjálfstæð vinnubrögð.
- Góð íslenskukunnátta.
Auglýsing birt3. nóvember 2025
Umsóknarfrestur17. nóvember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
Staðsetning
Hábraut 3, 200 Kópavogur
Hábraut 1, 200 Kópavogur
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Stærðfræðikennari á unglingastigi hjá Barnaskólanum Eyrabakka og Stokkseyri
Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri

Stuðningsfulltrúi með börnum með sérþarfir – starf sem skiptir máli
Arnarskóli

Textílkennari - förföll á vorönn 2026
Fellaskóli

Frístundaráðgjafar/leiðbeinendur
Kringlumýri frístundamiðstöð

Smíðakennari óskast í Kársnesskóla
Kársnesskóli

Deildarstjóri
Leikskólinn Furuskógur

Leikskólakennari - leikskólaliði
Leikskólinn Ösp

Leikskólakennari óskast
Helgafellsskóli

Íslenskukennari í afleysingu
Tækniskólinn

Leikskólakennari eða leiðbeinandi óskast í Núp
Núpur

Stuðningur barna í leikskólastarfi
Leikskólinn Sjáland

Sérkennsla og stuðningur Seljakot
Leikskólinn Seljakot