Framtíðarfólk ehf.
Framtíðarfólk ehf.

Leikskólakennari á miðstig óskast leikskólinn Áshamar

Leikskólinn Áshamar, sem rekin er af Framtíðarfólki ehf., hóf starfsemi 1. apríl 2025 og er nýr, framsækinn og vel skipulagður leikskóli.
Tveir þriðju hlutar starfsmanna eru fagmenntaðir og áherslur okkar eru skýrar:
hæglæti í leik og námi, útikennsla og vellíðan barna og starfsfólks.

Við trúum því að börn læri best í gegnum leik, tengsl og ró og að dýrmætustu augnablikin verði til þegar við hægjum á okkur og njótum samverunnar í náttúrunni og í skapandi verkefnum innan dyra.
Nánari upplýsingar um leikskólann má finna á framtidarfolk.is


Við leitum að leikskólakennara á miðstig sem deilir okkar sýn og vill taka þátt í að móta og efla faglegt starf leikskólans.
Þetta er kjörið tækifæri fyrir metnaðarfullan kennara sem vill starfa í faglegu og hlýju starfsumhverfi þar sem samstarf, nýsköpun og ró í leik og námi eru í fyrirrúmi

Um er að ræða sveigjanlegt starf og er hægt að semja um starfshlutfall.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.
Við leggjum áherslu á að meta fagmennsku og ábyrgð, því eru greidd deildarstjóralaun fyrir þetta starf.

Helstu verkefni og ábyrgð

Skipuleggja og leiða daglegt uppeldis- og kennslustarf í samræmi við aðalnámskrá leikskóla og stefnu Framtíðarfólks

Stuðla að hæglæti og yfirveguðu vinnulagi í leik og námi barna

Skipuleggja og taka þátt í útikennslu og útiveru með börnum

Veita börnum stuðning við félags-, tilfinninga- og málþroska

Vinna náið með samstarfsfólki að faglegri þróun og gæðum skólastarfs

Tryggja öryggi og vellíðan barna á öllum stundum

Menntunar- og hæfniskröfur

Kennaramenntun (leikskólakennari)

Jákvætt viðhorf, frumkvæði og hæfni í mannlegum samskiptum

Áhugi á nýsköpun og þróun í leikskólastarfi

Íslenskukunnátta á stigi C2 samkvæmt samevrópska tungumálarammanum

Hreint sakavottorð í samræmi við lög leikskóla nr. 90/2008

Auglýsing birt27. október 2025
Umsóknarfrestur5. nóvember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Áshamrar 9
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.KennslaPathCreated with Sketch.Skipulag
Starfsgreinar
Starfsmerkingar