KRÍA hönnunarstofa
KRÍA hönnunarstofa
KRÍA hönnunarstofa

KRÍA er á flugi og leitar að grafískum hönnuði ✨🎯💡

Kría hönnunarstofa leitar að hugmyndaríkum, jákvæðum og metnaðarfullum grafískum hönnuði sem býr yfir frumkvæði og reynslu til að takast á við krefjandi og skapandi verkefni bæði stór og smá. Ef þú ert lausnamiðaður lífskúnstner sem brennur fyrir góðri hönnun, þá gætir þú verið rétta manneskjan.

Helstu verkefni og ábyrgð

Hönnun á markaðs-og kynningarefni fyrir fyrirtæki og stofnanir af ýmsum toga:

Dæmi um verkefni:
Bæklingar og kynningarefni // Auglýsingar fyrir vef og prent // Matseðlar og kynningar fyrir veitingastaði // Útlit fyrir samfélagsmiðla // Ársskýrslur og gagnvirkar skýrslur fyrir vefi // Básahönnun // Upplýsingagrafík // Merkingar innan- og utanhúss // Vefborðar //  Mörkun og vörumerkjagerð // Vefútlit // Bréfsefni og slíðugerð // … og alls konar „út fyrir kassann“ verkefni.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun og góð starfsreynsla á sviði grafískrar hönnunar
  • Sterk færni í Adobe Creative Suite (Illustrator, Photoshop, InDesign, Express)
  • Reynsla af hreyfigrafík (kostur)
  • Þekking á viðmótshönnun og notendaupplifun í Figma (kostur)
  • Sköpunargleði, frumkvæði og auga fyrir smáatriðum
  • Sveigjanleiki og hæfni til að vinna sjálfstætt og í teymi
  • Löngun til að læra og tileinka sér nýjungar
  • Góð þekking á prentmiðlum, vef- og samfélagsmiðlum
  • Samviskusemi og rík ábyrgðarkennd
  • Félagslyndi og liprir samskiptahæfileikar
Við bjóðum
  • Fullt starf í skemmtilegu og skapandi vinnuumhverfi í hjarta Reykjavíkur
  • Tækifæri til að vinna með spennandi viðskiptavinum
  • Persónulegan og faglegan vöxt í starfi
  • Frábært teymi og fjölbreytt verkefni
Ert þú rétta manneskjan?

Sæktu um og sendu okkur ferilskrá ásamt sýnishornum af fyrri verkefnum fyrir 15. febrúar! Allar upplýsingar veitir Eva Hrönn Guðnadóttir: [email protected]

Hlökkum til að heyra frá þér 😃

Auglýsing birt5. febrúar 2025
Umsóknarfrestur15. febrúar 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Laugavegur 13, 101 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (1)