Grafískur hönnuður
Ertu skapandi framleiðslumeistari með gott hugmyndaflug og auga fyrir smáatriðum? Finnst þér gaman að móta sterka ásýnd og efni sem vekur athygli?
Þá viljum við heyra frá þér!
Pósturinn leitar að öflugum hönnuði sem hefur metnað til að þróa og styrkja ásýnd vörumerkisins.
Hvað felst í starfinu?
Þú munt gegna lykilhlutverki í að vinna með sjónrænt útliti Póstsins á öllum snertiflötum. Starfið er fjölbreytt og skapandi, þar sem tækifæri gefast til að vinna að nýjum lausnum og innleiða ferska nálgun í hönnun. Við leitum að jákvæðum, lausnamiðuðum og lífsglöðum einstaklingi sem er til í að stíga næsta skref með okkur.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Hönnun og framleiðsla á markaðs- og kynningarefni fyrir alla snertifleti vörumerkisins
- Þátttaka í hugmyndavinnu, mótun herferða og samræming ásýndar
- Samvinna við teymi innan fyrirtækisins, auglýsingastofur og prentsmiðjur
- Að fylgjast með þróun í hönnun og notendaupplifun og koma nýjum lausnum í framkvæmd
- Ábyrgð á vörumerkjastaðli Póstsins, uppfærslum og frekari þróun
Menntunar- og hæfnikröfur:
- Menntun og starfsreynsla á sviði hönnunar og markaðsmála
- Góð þekking á Adobe Creative Suite (Illustrator, InDesign, Photoshop)
- Reynsla af hreyfigrafík kostur (Premiere Pro, After Effects)
- Skilningur og tilfinning fyrir góðri notendaupplifun og viðmótshönnun, þekking á Figma ákjósanleg
- Gott auga fyrir smáatriðum og metnaður fyrir vönduðum vinnubrögðum
- Geta til að vinna í teymi og framúrskarandi samskiptafærni
Af hverju Pósturinn?
Hjá Póstinum starfar lausnamiðað fólk sem tekur fagnandi á móti síbreytilegum áskorunum þar sem liðsheild, þjálfun og góður starfsandi er í forgrunni. Við erum jafnlaunavottað fyrirtæki, leggjum áherslu á sjálfbærni og höfum uppfyllt öll markmið Grænna skrefa.
Umsóknarfrestur er til og með 10. febrúar.
Nánari upplýsingar veitir Kristín Inga Jónsdóttir, forstöðumaður markaðsdeildar, í tölvupósti: [email protected]