

Auglýsum eftir kennurum á yngsta stigið
Auglýst er eftir kennurum í 80%-100% starfshlutfall í kennslu og umsjón á yngra stigi fyrir skólaárið 2025 - 2026.
Við skólann eru tvær starfsstöðvar þar sem nemendur yngra stigs eru á Stokkseyri og nemendur eldra stigs á Eyrarbakka. Við skólann eru 144 nemendur, 79 á yngra stigi og 65 á eldra stigi. Sérstaða skólans felst í einstaklingsmiðaðri kennslu og skapandi greinar fá mikið vægi í skólastarfinu. Mikil áhersla er lögð á góð samskipti og góða samvinnu við nærumhverfið. BES er í þróunarvinnu sem miðar að því að verða teymiskennsluskóli þar sem kennarar vinna í teymum með samkennslu tveggja til þriggja árganga. BES er Erasmus+ skóli, vinnur skv. heilsueflandi gildum og vinnur markvisst gegn einelti. Þá er BES virkur þátttakandi í Lærdómssamfélagi Árborgar og í öflugu samstarfi við aðra grunnskóla í Árborg.
Í Sveitarfélaginu Árborg búa rúmlega 12.000 íbúar og starfa um 1000 manns hjá sveitarfélaginu. Lögð er áhersla á að skapa starfsumhverfi sem stuðlar að vellíðan og árangri þar sem starfað er af fagmennsku og góðum ásetningi með hag sveitarfélagsins að leiðarljósi.
- Samstarf og ábyrgð í teymi.
- Fylgist með námi og þroska allra nemenda sinna og leitast við að skapa kennsluaðstæður sem eru hvetjandi til náms, vinnusemi og þroska.
- Fylgist með samskiptum nemenda sinna innbyrðis og grípur strax inn ef minnsti grunur leikur á einelti og fylgir þá vinnuferli áætlunar gegn einelti.
- Hefur samband við forsjáraðila eftir þörfum.
- Situr kennara- og teymisfundi og aðra þá fundi sem skólastjórnendur fela honum.
- Tekur þátt í vinnu við skólanámskrá og ýmis konar áætlanagerð innan skólans.
- Færir námsmat, umsagnir og ástundun inn í Mentor.
- Vinnur eftir gildum, stefnu og áherslum skólans.
- Leyfisbréf grunnskólakennara.
- Reynsla af kennslu í grunnskóla er kostur.
- Reynsla af teymiskennslu í grunnskóla er kostur.
- Áhugi og metnaður fyrir að starfa með börnum og ungmennum.
- Jákvæðni og lipurð í samskiptum.
- Framtakssemi og sjálfstæði í vinnubrögðum.
- Metnaður í starfi.












