
Johan Rönning
Johan Rönning var stofnað árið 1933 af norðmanninum Johan Rönning sem kom upphaflega hingað til lands árið 1921 til að vinna við háspennutengingar í Elliðárvirkjun.
Í dag starfa hjá félaginu yfir 125 starfsmenn í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði, Reykjanesbæ, Fjarðarbyggð, Grundartanga, á Selfossi og Akureyri. Meðalaldur starfsmanna er í kringum 44 ár og er meðalstarfsaldur þeirra hjá félaginu 9 ár.
Johan Rönning hefur 9 ár í röð verið valið fyrirmyndarfyrirtæki VR ásamt því að hljóta nafnbótina fyrirtæki ársins sjö ár í röð, samfleytt frá 2012 til 2018.
Johan Rönning hlaut einnig jafnlaunavottun VR árið 2013, eitt af fyrstu fyrirtækjum í landinu til að hljóta slíka viðurkenningu, í dag hefur BSI jafnlaunavottun tekið við þessari viðurkenningu og er Johan Rönning vottað af þeim staðli (BSI ÍST 85:2012).
Fyrirtækið starfar nú undir merkjum Fagkaupa en Fagkaup rekur einnig verslunar- og þjónustufyrirtækin Sindra, Vatn & veitur, S. Guðjónsson, Áltak, K.H. Vinnuföt, Varma og Vélaverk, Ísleif, Hagblikk, Þétt byggingalausnir og Fossberg. Hjá Fagkaupum starfa rúmlega 300 starfsmenn.

Johan Rönning óskar eftir þjónustufulltrúum
Laus störf þjónustufulltrúa
Við leitum að öflugum starfsmönnum í frábær teymi starfsfólks í þjónustudeild Johan Rönning. Um skemmtilegt og fjölbreytt framtíðarstarf í vöruhúsi Fagkaupa er að ræða þar sem þjónusta til viðskiptavina er í forgangi.
Johan Rönning er hluti af Fagkaupum. Fagkaup rekur einnig verslunar- og þjónustufyrirtækin Sindra, Vatn & veitur, S. Guðjónsson, Áltak, K.H. Vinnuföt, Varma og Vélaverk, Ísleif, Hagblikk, Fossberg og Þétt byggingalausnir.
Ef þú ert að leita að fjölbreyttu og áhugaverðu starfi í góðu og traustu fyrirtæki þá gæti þetta verið tækifærið!
Við hvetjum áhugasama að sækja um starfið óháð aldri, kyni og uppruna!
Umsóknarfrestur er til 12.sept. og farið er með umsóknir sem trúnaðarmál.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Vörutínsla
- Vörumóttaka
- Áfyllingar
- Tiltekt og önnur tilfallandi störf í vöruhúsi
- Samskipti við viðskiptavini og samstarfsfólk
Menntunar- og hæfniskröfur
- Bílpróf er skilyrði
- Vinnuvélaréttindi kostur
- Færni í mannlegum samskiptum
- Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
- Stundvísi og áreiðanleiki
- Íslenskukunnátta skilyrði
Fríðindi í starfi
- Niðurgreiddur hádegismatur
- Líkamsræktarstyrkur
- Samgöngustyrkur
- Öflugt félagslíf
Auglýsing birt28. ágúst 2025
Umsóknarfrestur12. september 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Klettagarðar 25, 104 Reykjavík
Smiðjuvegur 68-70 68R, 200 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
AfgreiðslaHandlagniLagerstörfÚtkeyrsla
Vinnuumhverfi
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Starf á lyfjakælilager
Distica

Starfsmaður í vöruhúsi - BYKO Miðhrauni
Byko

Starf á lager
Embla Medical | Össur

Útkeyrsla & áfyllingar í verslanir - hlutastarf
Kavita ehf.

Einstaklingsráðgjafi
TM

Lager – öflugur starfsmaður - framtíðarstarf
Fálkinn Ísmar / Iðnvélar

Starfsmaður í verslun Lágmúla
Ormsson ehf

Þjónustufulltrúi - Móttaka
Icetransport

Lagerstarfsmaður og afgreiðsla
Dekkjahöllin ehf

Prófdómari í ökuprófum á höfuðborgarsvæðinu
Frumherji hf

Shift Manager / Vaktstjóri
Lotus Car Rental ehf.

Þjónustufulltrúi í útibúi Fagkaupa á Akureyri
Fagkaup ehf