HS Orka
HS Orka er framsækið og vaxandi fyrirtæki sem byggir á sjálfbærri orkunýtingu og nýsköpun með sérstakri áherslu á hringrás auðlindastrauma. Við erum í fararbroddi í orkuskiptum hér á landi og höfum sett okkur skýr og ábyrg markmið í loftslagsmálum.
Við erum þriðji stærsti orkuframleiðandi landsins og framleiðum raforku í Svartsengi, Reykjanesvirkjun, Brúarvirkjun og Fjarðarárvirkjunum. Einnig seljum við heitt og kalt vatn til heimila og fyrirtækja á Suðurnesjum.
Við erum fjölbreyttur hópur af skemmtilegu fólki sem störfum í sveigjanlegu og fjölskylduvænu vinnuumhverfi. Mikil áhersla er lögð á lipurð í samskiptum, sterka liðsheild og framsækni í svo við náum markmiðum okkar um ábyrga auðlindanýtingu.
Sérfræðingur i jarðvísindum
Auðlindastýring HS Orku leitar að öflugum sérfræðingi í jarðvísindum í þá vegferð að tryggja sjálfbæra nýtingu auðlindanna, sem fyrirtækinu hefur verið treyst fyrir. Viðkomandi mun starfa í kröftugu teymi sem hefur vakið athygli á heimsvísu fyrir lausnir á tímum eldsumbrota og er skipað sérfræðingum frá ýmsum löndum.
Sérfræðingur í jarðvísindum ber ábyrgð á rannsóknum, sýnatökum og vöktun á auðlindum sem HS Orka er með í vinnslu eða eru til rannsóknar. Jafnframt vinnur hann að undirbúningi og framkvæmd borverka og sinnir yfirborðskortlagningu, jarðhitamælingum og samtúlkun gagna.
Nánari upplýsingar veitir Petra Lind Einarsdóttir, mannauðsstjóri, petra@hsorka.is.
Umsóknarfrestur er til og með 9. febrúar 2025.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Rannsóknir tengdar auðlindum og jarðhitaleit
- Eftirlit, rannsóknir og svarfgreiningar í borverkum
- Jarðfræði- og jarðhitakortlagning, bergfræðirannsóknir og samtúlkun niðurstaðna
- Uppbygging hugmyndalíkana
- Sýnataka
- Þróun og nýframkvæmdir
Menntunar- og hæfniskröfur
- Jarðeðlisfræði, jarðfræði eða sambærileg menntun. MSc gráða æskileg
- Þekking á orkuiðnaði kostur
- Samskiptahæfni og frumkvæði
- Góð íslensku- og enskukunnátta, jafnt í ræðu sem riti
- Sjálfstæði í starfi
Auglýsing birt16. janúar 2025
Umsóknarfrestur9. febrúar 2025
Tungumálahæfni
Íslenska
FramúrskarandiNauðsyn
Staðsetning
Smáratorg 3, 201 Kópavogur
Orkubraut 3, 240 Grindavík
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiMannleg samskiptiMetnaðurSjálfstæð vinnubrögðSkipulagSkýrslur
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (1)