HS Orka
HS Orka
HS Orka

Sérfræðingur i jarðvísindum

Auðlindastýring HS Orku leitar að öflugum sérfræðingi í jarðvísindum í þá vegferð að tryggja sjálfbæra nýtingu auðlindanna, sem fyrirtækinu hefur verið treyst fyrir. Viðkomandi mun starfa í kröftugu teymi sem hefur vakið athygli á heimsvísu fyrir lausnir á tímum eldsumbrota og er skipað sérfræðingum frá ýmsum löndum.

Sérfræðingur í jarðvísindum ber ábyrgð á rannsóknum, sýnatökum og vöktun á auðlindum sem HS Orka er með í vinnslu eða eru til rannsóknar. Jafnframt vinnur hann að undirbúningi og framkvæmd borverka og sinnir yfirborðskortlagningu, jarðhitamælingum og samtúlkun gagna.

Nánari upplýsingar veitir Petra Lind Einarsdóttir, mannauðsstjóri, petra@hsorka.is.

Umsóknarfrestur er til og með 9. febrúar 2025.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Rannsóknir tengdar auðlindum og jarðhitaleit
  • Eftirlit, rannsóknir og svarfgreiningar í borverkum
  • Jarðfræði- og jarðhitakortlagning, bergfræðirannsóknir og samtúlkun niðurstaðna
  • Uppbygging hugmyndalíkana
  • Sýnataka 
  • Þróun og nýframkvæmdir
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Jarðeðlisfræði, jarðfræði eða sambærileg menntun. MSc gráða æskileg
  • Þekking á orkuiðnaði kostur
  • Samskiptahæfni og frumkvæði
  • Góð íslensku- og enskukunnátta, jafnt í ræðu sem riti
  • Sjálfstæði í starfi 
Auglýsing birt16. janúar 2025
Umsóknarfrestur9. febrúar 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Smáratorg 3, 201 Kópavogur
Orkubraut 3, 240 Grindavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.Skýrslur
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar