![Skautafélag Reykjavíkur, listhldeild](https://alfredprod.imgix.net/logo/is-23163b3e-108c-43af-99f7-6a77aa816e69.jpeg?w=256&q=75&auto=format)
Skautafélag Reykjavíkur, listhldeild
Listskautadeild Skautafélags Reykjavíkur** er deild innan Skautafélags Reykjavíkur sem sérhæfir sig í listskautum, fallegri og krefjandi íþrótt sem sameinar skauta, listdans og íþróttatækni. Listskautar snúast um að framkvæma listdansrútínur á ís, þar sem skautar sýna ýmis stökk, snúninga og spor í takt við tónlist. Það er blanda af nákvæmni, styrk og tign.
Við bjóðum upp á þjálfun fyrir fólk á öllum aldri og getu, allt frá byrjendum til keppnisskautara. Þjálfunin felur í sér bæði tækniæfingar, styrktar- og liðleikaæfingar, ásamt listdansæfingum til að bæta flæði og tjáningu á ísnum.
Markmið okkar er að kenna nemendum að skauta af öryggi, njóta íþróttarinnar og jafnframt stuðla að því að þeir geti bætt sig og jafnvel keppt bæði á Íslandi og erlendis. Við tökum þátt í skautamótum, sýningum og viðburðum þar sem iðkendur fá tækifæri til að koma fram og sýna það sem þeir hafa lært.
![Skautafélag Reykjavíkur, listhldeild](https://alfredprod.imgix.net/adcover/is-7ba94d77-6953-4325-97a8-775a69106cbd.jpeg?w=1200&q=75&auto=format)
Íþróttastjóri
Skautafélag Reykjavíkur – Íþróttastjóri listskautadeildar
Skautafélag Reykjavíkur leitar að skipulögðum og samskiptahæfum einstaklingi til að taka að sér hlutverk Íþróttastjóra fyrir listskautadeild félagsins. Við leitum að einstaklingi með sterkan íþróttagrunn og góða tölvukunnáttu, sem hefur ástríðu fyrir að vinna með börnum og unglingum.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Skipulagning og framkvæmd þjálfunar á styrktarsæfingum skautara
- Daglegur rekstur deildarinnar
- Samskipti við foreldra, þjálfara og aðra hagaðila
- Skipulag hópa og stundaskráa í samráði við þjálfara
- Umsjón með skráningum og æfingatímum í Abler kerfinu
- Stuðla að jákvæðri og faglegri umhverfi fyrir iðkendur
Menntunar- og hæfniskröfur
- Skipulagshæfni og góð samskiptahæfni
- Góð kunnátta á Abler kerfið
- Almennt góð tölvukunnátta
- Reynsla af vinnu með börnum og unglingum
- Íþróttafræðigrunnur er mikill kostur
- BSc nám í íþróttafræði er mjög mikill styrkur
- Reynsla af þjálfun nauðsynleg (grunnur í dansi og fimleikum o.fl. er kostur)
Fríðindi í starfi
- Líkamsræktarkort
Auglýsing birt5. febrúar 2025
Umsóknarfrestur24. febrúar 2025
Tungumálahæfni
![Íslenska](https://alfredflags.imgix.net/is.png?w=60&h=60)
Nauðsyn
![Enska](https://alfredflags.imgix.net/en.png?w=60&h=60)
Nauðsyn
![Ítalska](https://alfredflags.imgix.net/it.png?w=60&h=60)
Valkvætt
![Finnska](https://alfredflags.imgix.net/fi.png?w=60&h=60)
Valkvætt
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar