
ÍR leitar eftir forstöðumanni mannvirkja
Íþróttafélag Reykjavíkur leitar að forstöðumanni mannvirkja í tímabundna stöðu til September 2026.
Forstöðumaður ber ábyrgð á mannvirkjum í rekstri ÍR og annast daglegan rekstur á öllu íþróttasvæði ÍR. Forstöðumaður er yfirmaður starfsmanna sem sinna vaktþjónustu í mannvirkjum. Forstöðumaður heldur utan um viðhaldsþörf mannvirkjanna, hefur yfirsýn yfir verkefni sem tengjast svæðinu, tryggir að allar vaktir séu mannaðar og verkefnum sé sinnt í samræmi við verklýsingar.
Um er að ræða fullt starf og þarf viðkomandi að geta hafið störf sem fyrst.
Frekari upplýsingar veitir Hafdís Hansdóttir framkvæmdastjóri í [email protected] og 5877083.
Daglegur rekstur íþróttasvæðis ÍR.
Yfirumsjón með innkaupum.
Yfirsýn yfir viðhaldsþörf mannvirkja ÍR í eigu Reykjavíkurborgar.
Ábyrgð á viðhaldi á eignum ÍR.
Starfsmannamál og verkstýring.
Samskipti við ýmsa aðila s.s. Reykjavíkurborg og iðnaðarmenn.
Miðlun upplýsinga til stjórnar, starfsmanna, þjálfara og annarra aðila.
Önnur tilfallandi verkefni.
Menntun sem nýtist í starfi, iðnmenntun er kostur.
Reynsla í verkstjórn
Framúrskarandi samskipta- og leiðtogafærni
Frumkvæði, faglegur metnaður, mikil skipulagshæfni og sjálfstæði í starfi.
Þekking á starfsemi íþróttafélaga er kostur.
Góð tölvukunnátta
Mjög góð færni í íslensku í ræðu og riti og góð talfærni í ensku
Hreint sakavottorð í samræmi við Æskulýðslög nr. 70/2007
Íslenska
Enska






