
Hótel Lóa
Hótel Lóa er nýtt og glæsilegt hótel sem opnaði 18. júlí 2025 á Hvolsvelli. Hótelið er hannað í nútímalegum og hlýlegum norrænum stíl sem dregur innblástur sinn frá íslenskri náttúru, með áherslu á einfaldleika, notagildi og heimilislegt andrúmsloft. Staðsetningin gerir Hótel Lóu að kjörnum áfangastað fyrir ferðafólk sem vill kanna suðurhluta Íslands, þar á meðal Gullna hringinn, jökla, fossa og náttúruperlur svæðisins.
Á hótelinu eru 66 herbergi þar sem gestir njóta notalegrar gistingar og fallegu útsýni yfir sveitina. Á hótelinu er veitingastaðurinn Bergþóra sem býður upp á árstíðabundinn à la carte matseðil, hópmatseðil og morgunverðarhlaðborð á hverjum morgni. Þar er einnig bar fyrir hótelgesti og aðra sem vilja koma í vinalegt andrúmsloft staðarins. Móttakan er opin allan sólarhringinn. Sérstakt starfsmannahúsnæði er í göngufjarlægð frá hótelinu.
Hótel Lóa sameinar skandinavíska hönnun, hlýlegt andrúmsloft og óviðjafnanlega staðsetningu í hjarta Suðurlands.
www.hotelloa.is
Hótelstjóri / Hotel Manager
Vilt þú stýra nýju hóteli í hjarta Suðurlands?
Hótel Lóa opnaði sumarið 2025 og er nútímalegt hótel í norrænum stíl staðsett rétt við hringveginn á Hvolsvelli — fullkomin staðsetning til að upplifa helstu náttúruperlur Suðurlands og Gullna hringinn.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Tryggja fyrsta flokks þjónustuupplifun; byggja upp og viðhalda menningu þar sem gestir finna fyrir persónulegri, faglegri og hlýlegri þjónustu.
- Daglegur rekstur og yfirumsjón með allri starfsemi hótelsins, þar með talið gestamóttöku, þrifum, bar, veitingasal, viðhaldi og öryggismálum.
- Leiða starfsmannahald þ.m.t. ráðningar, þjálfun, starfsmannafundi auk daglegrar hvatningar til að tryggja framúrskarandi þjónustu auk góðrar liðsheildar og samheldni meðal starfsmanna.
- Stýra bókunarkerfum og öðru tengt samskiptum við gesti í gegnum heimasíðu, bókunar- og samfélagsmiðla.
- Áætlanagerð og kostnaðareftirlit.
- Samstarf við birgja, þjónustuaðila og ferðaskrifstofur innanlands sem og alþjóðlega aðila.
- Viðhalda gæðum í hönnun og umhverfi; tryggja að hótelið endurspegli þá fallegu norrænu hönnun og rammíslenska náttúruupplifun sem stendur gestum til boða.
- Annað sem til fellur.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Ástríða fyrir góðri þjónustu og hæfni til að skapa minnisstæða upplifun.
- Menntun á sviði hótelstjórnunar eða sambærileg reynsla sem nýtist í starfi.
- Leiðtogahæfileikar, skipulagshæfni, frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð.
- Hæfni í mannlegum samskiptum, bæði við starfsfólk og gesti af ólíkum uppruna.
- Þjónustulund og fagleg framkoma, einnig undir álagi eða þegar óvæntar aðstæður koma upp.
- Góð kunnátta í ensku, bæði töluðu og rituðu máli.
Auglýsing birt12. ágúst 2025
Umsóknarfrestur24. ágúst 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Austurvegur 1-3, 860 Hvolsvöllur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar