
Akureyri - Berjaya Iceland Hotels
Akureyri - Berjaya Iceland Hotels er vinalegt hótel sem opnaði sumarið 2011 með fallega innréttuð herbergi og frábæra aðstöðu á besta stað í bænum. Sundlaugin er hinum megin við götuna og stutt ganga í miðbæinn. Útsýnið er til fjalla og skíðaævintýrið er handan við hornið ásamt því sem hótelið býður upphitaðar skíðageymslur. Hótelgarðurinn er einstaklega notalegur bæði sumar og vetur, með arineldi, skinnábreiðum og yljandi drykk, eða hvers vegna ekki að prófa gómsætt High Tea að breskri fyrirmynd.
Á hótelinu starfar samhentur hópur fólks í líflegu og alþjóðlegu umhverfi.

Hótelstjóri / General Manger
Félagið leitar að öflugum leiðtoga til að stýra hóteli félagsins á Akureyri. Hótelið telur 101 herbergi auk þess sem þar er rekinn veitingastaðurinn Aurora Restaurant.
We are looking for an experienced leader to lead our hotel in Akureyri. The hotel features 101 rooms and the renowned Restaurant Aurora.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Ábyrgð á rekstri hótelsins, þar með talið daglegri starfsemi og langtímaáætlunum
- Áætlanagerð, kostnaðareftirlit og greining rekstrarupplýsinga til að hámarka arðsemi og rekstrarárangur
- Ábyrgð á mannauðsmálum hótelsins
- Ábyrgð á þjálfun starfsfólks, gæðum, þjónustu og öryggi í samræmi við staðla
- Innleiðing og eftirfylgni með stefnu og markmiðum félagsins
- Leita leiða til að bæta þjónustu, auka nýsköpun og bæta rekstrarárangur
- Samvinna við deildir og svið þvert á félagið
- Að stuðla að góðum starfsanda með jákvæðu viðmóti og vera öðrum til fyrirmyndar í samskiptum og vinnubrögðum
- Önnur verkefni sem tengjast rekstri og þróun hótelsins eftir þörfum
- Responsibility for the overall operation of the hotel, including daily activities and long-term planning
- Planning, cost control, and operational data analysis to maximize profitability and performance
- Responsibility for the hotel’s employees
- Responsibility for employee training, quality, service, and safety in accordance to standards
- Implementation and follow-up of the company’s strategy and goals
- Seeking ways to improve service, increase innovation, and enhance operational results
- Collaboration with departments and divisions across the company
- Inspiring employees and guests by leading through example, showing a positive attitude, and nurturing a strong team spirit and workplace culture.
- Other tasks related to the operation and development of the hotel as needed
Menntunar- og hæfniskröfur
- Amk. 5-7 ára árangursrík reynsla sem stjórnandi skilyrði, ákjósanlega innan gistiþjónustu eða annarra þjónustugreina
- Krafa um haldbæra reynslu af rekstri hótels, einingar eða fyrirtækis
- Reynsla og þekking á veitingarekstri
- Sterk viðskiptavitund og hæfni til að greina og vinna með lykilmælikvarða
- Stefnumarkandi hugsun og reynsla af áætlanagerð, fjárhagsáætlunum og tekjustýringu
- Menntun sem nýtist í starfi, s.s. viðskiptafræði, hótelstjórnun eða sambærilegt
- Miklir leiðtogahæfileikar og geta til að byggja upp jákvæða vinnustaðamenningu
- Framúrskarandi samskipta- og samstarfshæfni
- Mjög góð færni í excel og góð almenn tölvukunnátta
- Framúrskarandi færni í íslensku og ensku, í töluðu og rituðu máli
- Minimum of 5-7 years of successful leadership experience required, preferably within hospitality or service-driven industries
- Proven track record in managing a hotel, business unit or company is essential
- Knowledge and experience within F&B
- Strong commercial awareness and ability to analyze and act on key performance metrics
- Strategic mindset with hands-on experience in business planning, budgeting, and revenue optimization
- Relevant education, such as in business administration, hotel management, or a related field
- Excellent leadership skills with the ability to build a positive work culture
- Outstanding communication and collaboration skills
- Advanced proficiency in Excel and solid general computer skills
- Fluency in Icelandic and English, both spoken and written
Auglýsing birt9. janúar 2026
Umsóknarfrestur18. janúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
EnskaNauðsyn
Staðsetning
Þingvallastræti 23, 600 Akureyri
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiJákvæðniLeiðtogahæfniSkipulagSveigjanleikiTeymisvinna
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (6)





