Dalvíkurbyggð
Dalvíkurbyggð
Dalvíkurbyggð

HAFNARVÖRÐUR

Hafnasjóður Dalvíkurbyggðar auglýsir laust starf hafnarvarðar/hafnsögumanns í 100% starf með bakvöktum.

Leitað er að öflugum og jákvæðum einstaklingi í afar fjölbreytt og lifandi starf.

Næsti yfirmaður er yfirhafnavörður. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Dagleg umsjón, eftirlit og viðhald á hafnasvæðum.
  • Daglegt eftirlit með skipum, móttaka þeirra, leiðsögn, skráning og afgreiðsla.
  • Vigtun afla.
  • Skráning og skil upplýsinga til reikningagerðar samkvæmt gjaldskrá.
  • Öryggis- og umhverfismál.
  • Almenn viðhaldsverkefni og þrif.
  • Önnur verkefni sem viðkomandi er falið af næsta yfirmanni hverju sinni.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Góð almenn tölvukunnátta er skilyrði.
  • Góð þekking og reynsla af Outlook, Excel og Word er skilyrði.
  • Gott vald á íslenskri tungu í ræðu og riti.
  • Iðnmenntun kostur.
  • Góð samstarfs- og samskiptahæfni.
  • Rík þjónustulund og jákvæðni.
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Skipulagshæfni og nákvæmni.
  • Gilt ökuskírteini.
  • 30 tonna skipstjórnarréttindi (smáskipanámskeið) og hafnsöguréttindi eru kostur.
Auglýsing birt6. maí 2025
Umsóknarfrestur20. maí 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Dalvík , 620 Dalvík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar