
Grunnskólakennari á unglingastigi
Við í Tjarnarskóla viljum bæta við kennara í mjög samhentan hóp. Þar sem skólinn er lítill þarf hver kennari að annast fleiri en eina kennslugrein. Þær námsgreinar sem kæmu aðallega til greina eru: Enska og stærðfræði. Náttúrufræði og samfélagsgreinar koma einnig til greina.
Starfsandinn er glaðlegur og vinsamlegur en einkennisorðin okkar eru: ,,Lítill skóli með stórt hjarta“ og ,,Allir eru einstakir“. Kennarar og skólastjórnendur vinna náið saman og styðja hver annan í starfi.
Tjarnarskóli er sjálfstætt starfandi grunnskóli sem var stofnaður árið 1985 og er til húsa í hjarta borgarinnar, við Reykjavíkurtjörn. Að öllu jöfnu eru um 50 – 60 nemendur, í þremur bekkjardeildum. Í skólanum hefur verið afar lítil starfsmannavelta.
Heimasíðan okkar er: www.tjarnarskoli.is
Áhugasamir sendi inn umsókn og ferilskrá á [email protected]. Fyrirspurnir má senda á sama netfang.












