Nói Síríus
Nói Síríus
Nói Síríus

Grafískur hönnuður

Vilt þú starfa með sætustu vörumerkjum landsins?

Vegna vaxandi umsvifa leitar Nói Síríus að hæfileikaríkum og reynslumiklum grafískum hönnuði til að ganga til liðs við teymið okkar. Ásamt eigin vörumerkjum er Nói Síríus með sterk alþjóðleg vörumerki eins og Pringles, Kelloggs, Bubs, Smash! og Panda. Við bjóðum uppá spennandi og skemmtilegt starf í alþjóðlegu umhverfi. Hjá Nóa Síríus færð þú tækifæri til að þróast faglega og byggja upp okkar þekktu vörumerki. Um er að ræða fjölbreytt og spennandi starf hjá rótgrónu fyrirtæki sem starfar í alþjóðlegu umhverfi.

Ef þú hefur reynslu af því að vinna að fjölbreyttum verkefnum tengdum markaðsefni fyrir auglýsingar og herferðir og hefur ástríðu fyrir umbúðarhönnun þá viljum við heyra frá þér!

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Hönnun og uppsetning á markaðsefni
  • Samskipti við auglýsingastofur
  • Merkingar í verslunum
  • Umsjón með heildarútliti vörumerkja
  • Umbúðarhönnun
  • Hugmyndavinna og sköpun á grafík fyrir vefsíður, samfélagsmiðla og auglýsingar
  • Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun sem nýtist í starfi og/eða að lágmarki 2 ára marktæk reynsla sem grafískur hönnuður
  • Góð kunnátta á helstu hönnunarforritum eins og Photoshop, Illustrator
  • Mikil sköpunargáfa og hæfni til að vinna sjálfstætt og í teymi
  • Góð samskiptahæfni og hæfni til að vinna undir álagi
  • Þekking á nýjustu hönnunarstraumum og tækni
  • Góð íslensku- og enskukunnátta
Fríðindi í starfi
  • Niðurgreiddur morgun- og hádegismatur
  • Íþróttastyrkur
  •  Heilsufarsskoðun og velferðarþjónusta frá utanaðkomandi fagaðila
  • Ýmsir viðburðir á vegum fyrirtækisins
  • Virkt starfsmannafélag
  • Golfklúbbur
  • Píluklúbbur
  • Afsláttur af vörum fyrirtækisins
Auglýsing birt29. október 2024
Umsóknarfrestur11. nóvember 2024
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Hestháls 2-4, 110 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar