Merkt
Merkt

Grafísk hönnun - prentun, merking fatnaðar og fylgihluta.

Við leitum að kraftmiklum liðsfélaga í prent- og merkingar!

Ertu skapandi týpa með auga fyrir smáatriðum og elskar að vinna með höndunum?
Við hjá Merkt.is erum að leita að manneskju sem er til í að taka til hendinni, hefur smekk fyrir útliti og vill vinna í lifandi og fjölbreyttu umhverfi þar sem enginn dagur er eins.

Við erum með allskonar græjur og dót:
Plotter, hitapressur, CO₂ laser, Fiberlaser, Sublimation, DTF og UV prentara – allt sem þarf til að framleiða flottustu merktu vörurnar í bænum.

Það sem þú myndir gera:

  • Prenta, skera, pressa og merkja alls konar vörur

  • Undirbúa verkefni og sjá til þess að allt sé snyrtilegt og fagmannlegt

  • Vinna með forrit eins og Illustrator, Photoshop, Lightburn, XCS, Affinity (þú þarft ekki að vera sérfræðingur – en þarft að hafa notað þessi forrit)

  • Hugsa í lausnum og hjálpa okkur að halda flæðinu gangandi í framleiðslunni.

Við leitum að þér sem:

  • Hefur gaman af nákvæmni og vill gera hlutina almennilega

  • Er tæknivædd(ur) og forvitin(n) um að læra á ný tæki

  • Er úrræðagóður, vinnusamur og með jákvætt viðhorf

  • Getur unnið sjálfstætt en líka verið partur af teymi

Við bjóðum þér:

  • Skemmtilegt og afslappað vinnuumhverfi

  • Frábært teymi sem hjálpast að

  • Þjálfun í allri tækni sem við notum

  • Tækifæri til að þróast og læra fullt af nýju

Staðsetning: Árbær.

Vinnutími: 9:45 - 17:00 alla virka daga

Helstu verkefni og ábyrgð

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Prenta, skera, pressa og merkja alls konar vörur (fatnað, bolla, húfur o.fl.)

  • Undirbúa prentverk og sjá til þess að þau séu rétt uppsett og tilbúin í framleiðslu

  • Vinna með tækjum eins og plotter, hitapressum, CO₂ laser, DTF prentara og UV prentara

  • Hafa umsjón með gæðum og frágangi á vörum áður en þær fara til viðskiptavina

  • Vinna í forritum eins og Adobe Illustrator, Photoshop eða sambærilegum

  • Hugsa í lausnum þegar eitthvað klikkar og finna leiðir til að klára verkefnin vel

  • Halda vinnusvæðinu snyrtilegu, skipulögðu og í góðu flæði

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Grunnþekking á grafískum forritum eins og Adobe Illustrator eða Photoshop er kostur

  • Reynsla úr prentun, merkingum eða framleiðslu er mikill plús – en ekki skilyrði

  • Tæknileg hugsun og vilji til að læra á ný tæki og vinnuaðferðir

  • Gott auga fyrir smáatriðum og metnaður fyrir vönduðu handverki

  • Skipulagður, stundvís og áreiðanlegur í vinnubrögðum

  • Jákvæðni, frumkvæði og hæfni til að vinna sjálfstætt sem og í teymi

Auglýsing birt12. október 2025
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Framúrskarandi
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Krókháls 6, 110 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Adobe IllustratorPathCreated with Sketch.AfgreiðslaPathCreated with Sketch.Almenn tæknikunnáttaPathCreated with Sketch.ÁreiðanleikiPathCreated with Sketch.BúningahönnunPathCreated with Sketch.CanvaPathCreated with Sketch.FatahönnunPathCreated with Sketch.FataviðgerðirPathCreated with Sketch.FigmaPathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Hreint sakavottorðPathCreated with Sketch.HugmyndaauðgiPathCreated with Sketch.IllustratorPathCreated with Sketch.LitgreiningPathCreated with Sketch.NákvæmniPathCreated with Sketch.ÖkuréttindiPathCreated with Sketch.PhotoshopPathCreated with Sketch.PrentmiðlarPathCreated with Sketch.SaumarPathCreated with Sketch.TóbakslausPathCreated with Sketch.VandvirkniPathCreated with Sketch.Vinna undir álagiPathCreated with Sketch.VöruhönnunPathCreated with Sketch.WooCommercePathCreated with Sketch.Þolinmæði
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar