
Grafísk hönnun - prentun, merking fatnaðar og fylgihluta.
Við leitum að kraftmiklum liðsfélaga í prent- og merkingar!
Ertu skapandi týpa með auga fyrir smáatriðum og elskar að vinna með höndunum?
Við hjá Merkt.is erum að leita að manneskju sem er til í að taka til hendinni, hefur smekk fyrir útliti og vill vinna í lifandi og fjölbreyttu umhverfi þar sem enginn dagur er eins.
Við erum með allskonar græjur og dót:
Plotter, hitapressur, CO₂ laser, Fiberlaser, Sublimation, DTF og UV prentara – allt sem þarf til að framleiða flottustu merktu vörurnar í bænum.
Það sem þú myndir gera:
-
Prenta, skera, pressa og merkja alls konar vörur
-
Undirbúa verkefni og sjá til þess að allt sé snyrtilegt og fagmannlegt
-
Vinna með forrit eins og Illustrator, Photoshop, Lightburn, XCS, Affinity (þú þarft ekki að vera sérfræðingur – en þarft að hafa notað þessi forrit)
-
Hugsa í lausnum og hjálpa okkur að halda flæðinu gangandi í framleiðslunni.
Við leitum að þér sem:
-
Hefur gaman af nákvæmni og vill gera hlutina almennilega
-
Er tæknivædd(ur) og forvitin(n) um að læra á ný tæki
-
Er úrræðagóður, vinnusamur og með jákvætt viðhorf
-
Getur unnið sjálfstætt en líka verið partur af teymi
Við bjóðum þér:
-
Skemmtilegt og afslappað vinnuumhverfi
-
Frábært teymi sem hjálpast að
-
Þjálfun í allri tækni sem við notum
-
Tækifæri til að þróast og læra fullt af nýju
Staðsetning: Árbær.
Vinnutími: 9:45 - 17:00 alla virka daga
Helstu verkefni og ábyrgð
-
Prenta, skera, pressa og merkja alls konar vörur (fatnað, bolla, húfur o.fl.)
-
Undirbúa prentverk og sjá til þess að þau séu rétt uppsett og tilbúin í framleiðslu
-
Vinna með tækjum eins og plotter, hitapressum, CO₂ laser, DTF prentara og UV prentara
-
Hafa umsjón með gæðum og frágangi á vörum áður en þær fara til viðskiptavina
-
Vinna í forritum eins og Adobe Illustrator, Photoshop eða sambærilegum
-
Hugsa í lausnum þegar eitthvað klikkar og finna leiðir til að klára verkefnin vel
-
Halda vinnusvæðinu snyrtilegu, skipulögðu og í góðu flæði
-
Grunnþekking á grafískum forritum eins og Adobe Illustrator eða Photoshop er kostur
-
Reynsla úr prentun, merkingum eða framleiðslu er mikill plús – en ekki skilyrði
-
Tæknileg hugsun og vilji til að læra á ný tæki og vinnuaðferðir
-
Gott auga fyrir smáatriðum og metnaður fyrir vönduðu handverki
-
Skipulagður, stundvís og áreiðanlegur í vinnubrögðum
-
Jákvæðni, frumkvæði og hæfni til að vinna sjálfstætt sem og í teymi

