
Embla Medical | Össur
Embla Medical (Össur) var stofnað á Íslandi árið 1971 og er alþjóðlegt heilbrigðistæknifyrirtæki sem hannar og framleiðir stoðtæki, spelkur og stuðningsvörur með það að markmiði að bæta hreyfanleika fólks og gera því kleift að lifa lífinu án takmarkana.
Við erum leiðandi afl á heimsvísu; hjá okkur starfa um 4000 starfsmenn í yfir 36 löndum. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru á Íslandi en starfsstöðvar víða um heim sinna vaxandi markaði og félagið er skráð á hlutabréfamarkað í Danmörku.
Mannauðurinn er okkur dýrmætur. Við erum hátæknifyrirtæki og árangur okkar er undir reyndu og hæfileikaríku fólki kominn. Við leggjum ríka áherslu á að laða að okkur hæft starfsfólk sem er tilbúið að leggja sig fram og sýnir frumkvæði.

Global Product Manager
Viltu taka þátt í verkefnum með það að markmiði að bæta hreyfanleika fólks?
Embla Medical (Össur) leitar að metnaðarfullum einstaklingi í starf vörustjóra á Íslandi.
Vörustjóri hefur yfirumsjón með og stýrir stefnumótun á einni af okkar vörulínum með það að meginmarkmiði að auka arðsama markaðshlutdeild og tekur þar með virkan þátt í framþróun fyrirtækisins. Vörustjóri hjá Össuri tilheyrir alþjóðlegri markaðsdeild og vinnur náið með öðrum deildum fyrirtækisins að þarfagreiningu og í að uppgötva ný tækifæri.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Mótun og viðhald heildarstefnu vörulínu
- Staðfærsla og stýring á líftímaskeiði vöru
- Markaðssetning nýrra og núverandi vara í samráði við aðrar deildir fyrirtækisins
- Þáttaka í hönnun og innleiðingu á markaðsstefnu (Go-to-Market Strategy) í samvinnu við aðrar deildir fyrirtækisins
- Myndun markaðstengsla (Voice of Customer) og nýting í greiningu og þróun nýrra markaðs- og viðskiptatækifæra
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólapróf sem nýtist í starfi
- MBA/meistarapróf er kostur
- A.m.k. 5 ára starfsreynsla við markaðsstörf og/eða viðskiptaþróun
- Hæfileiki til að stýra og taka þátt í alþjóðlegum verkefnum og þverfaglegri teymisvinnu
- Alþjóðleg starfsreynsla
- Sterkir samskiptahæfileikar
- Mjög góð enskukunnátta
- Reynsla úr heilbrigðisiðnaði kostur
Fríðindi í starfi
-
Líkamsræktarstyrkur
-
Samgöngustyrkur
-
Líkamsræktaraðstaða, hjólageymsla og golfhermir
-
Mötuneyti með fjölbreyttu úrvali af mat
-
Frí heilsufars-mæling og ráðgjöf
-
Árlegur sjálfboðaliðadagur
- Starfsþróun
-
Öflugt félagslíf
- Sveigjanleiki
Auglýsing birt20. ágúst 2025
Umsóknarfrestur4. september 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Grjótháls 5, 110 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
Mannleg samskiptiMarkaðsmálTeymisvinnaVerkefnastjórnunVörustjórnun
Starfsgreinar
Starfsmerkingar