
Snælandsskóli
Skólastarf í Snælandsskóla einkennist af góðum skólabrag sem grundvallast á gagnkvæmu trausti og virðingu í öllum samskiptum. Áhersla er lögð á að hver og einn þroski hæfileika sína á eigin forsendum. Í Snælandsskóla er unnið að heilbrigðum lífsháttum í sátt við náttúru og umhverfi.
Skólastarf Snælandsskóla einkennist af skapandi starfsumhverfi og fjölbreyttum kennsluháttum sem byggja á vináttu og virðingu fyrir fólki, náttúru og umhverfi.
Einkunnarorð skólans eru viska, virðing, víðsýni og vinsemd en þau eru leiðarljós fyrir allt starf skólans. Meginmarkmið Snælandsskóla eru að nemendur þroski hæfileika sína á eigin forsendum, að skólastarfið einkennist af skapandi starfsumhverfi og fjölbreyttum kennsluháttum sem byggi á vináttu og virðingu fyrir fólki, náttúru og umhverfi, og að nemendur tileinki sér heilbrigð lífsviðhorf og lífsstíl.
Snælandsskóli er Réttindaskóli UNICEF en í því felst að byggja upp lýðræðislegt umhverfi, standa vörð um réttindi barna og rækta með markvissum hætti þekkingu, leikni og viðhorf sem hjálpar börnum að verða gagnrýnir, virkir og hæfir þátttakendur í samfélaginu okkar.

Frístundaleiðbeinandi í Snælandsskóla
Komdu með í skemmtilegt og skapandi starf.
Við leitum að frístundaleiðbeinanda til að starfa í Krakkalandi - frístund við Snælandsskóla fyrir skólaárið 2025-2026.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Skipulagning á faglegu frístundastarfi fyrir 6-10 ára börn
- Leiðbeina börnum í leik og starfi
- Samskipti og samstarf við foreldra, starfsfólk skóla og aðra sem koma að starfi frístundaheimilisins
Ráðningarhlutfall og tími
- Um 30-40 % hlutastarf er að ræða, vinnutími er eftir hádegi virka daga.
- Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Reynsla og áhugi á starfi með börnum
- Góð íslenskukunnátta
- Þolinmæði og hæfni í mannlegum samskiptum
- Viðkomandi þarf að vera skipulagður, sýna sjálfstæði og frumkvæði í starfi
- Stundvísi og áreiðanleiki er skilyrði
- Framhaldskólamenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi æskileg
Frekari upplýsingar
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.
Upplýsingar gefur Anna Karen Ágústsdóttir, forstöðumaður frístundar með netfangið [email protected] og Brynjar Ólafsson, skólastjóri í síma 860-3526 eða í gegnum netfangið [email protected].
Bent er á að samkvæmt lögum verða umsækjendur að skila inn sakavottorði.
Tekið er við umsóknum rafrænt á alfred.is .
Fríðindi í starfi
Frítt í sund í Kópavogi
Auglýsing birt5. september 2025
Umsóknarfrestur18. september 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Víðigrund 1, 200 Kópavogur
Starfstegund
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Stuðningsfulltrúi með börnum með sérþarfir – starf sem skiptir máli
Arnarskóli

Frístundaleiðbeinandi í Lindaskóla
Lindaskóli

Leikskólinn Mánahvoll auglýsir eftir leikskólakennara
Ungbarnaleikskólinn Mánahvoll

Leiðbeinandi óskast í leikskólann Nóaborg - 36 stunda vinnuvika
Leikskólinn Nóaborg

Náms- og starfsráðgjafi Hólabrekkuskóla
Hólabrekkuskóli

Skóla- og frístundaliði - Skarðshlíðarskóli
Hafnarfjarðarbær

Stuðningsstarfsmenn óskast í hlutastörf
Frístundamiðstöðin Miðberg

Frístundaráðgjafar/leiðbeinendur
Kringlumýri frístundamiðstöð

Forfallakennari - Víðistaðaskóli
Hafnarfjarðarbær

Háskólamenntaður starfsmaður óskast í Lautina á Akureyri - athvarf fyrir fólk með geðraskanir
Akureyri

Frístundaleiðbeinandi með umsjón (stuðningur) - Frístundaheimilið Úlfabyggð í Dalskóla
Dalskóli

Frístundaleiðbeinandi með umsjón (stuðningur) - Frístundaheimilið Úlfabyggð í Dalskóla
Dalskóli