Hörðuvallaskóli
Hörðuvallaskóli
Hörðuvallaskóli

Frístundaleiðbeinandi í Hörðuvallaskóla

Um hlutastarf er að ræða skólaárið 2025 - 2026

Í Hörðuvallaskóla eru um 520 nemendur í 1.- 7. árgangi og um 100 starfsmenn. Í skólanum fer fram metnaðarfullt starf og unnið er eftir uppeldisstefnunni Uppeldi til ábyrgðar. Gildi skólans eru virðing, heiðarleiki og þrautseigja.

Um er að ræða fjölbreytt og skemmtilegt starf með börnum í 1.-4. bekk að skóladegi loknum, sem frístundaleiðbeinandi í Hörðuheimum. Í boði er hlutastarf eða tímavinna. Hentar vel með skóla. Vinnutími er á virkum dögum frá 13:00 - 16:00.

Upplýsingar um skólastarfið í Hörðuvallaskóla, stefnu hans og helstu áherslur er að finna á heimasíðu skólans, www.horduvallaskoli.is .

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Helstu verkefni og ábyrgð

·       Leiðbeinir börnum í leik og starfi

·       Stuðlar að jákvæðum samskiptum

·       Gengur í tilfallandi verkefni innan skóla- og frístundastarfs

·       Starfar samkvæmt leiðsögn frá næsta yfirmanni

Menntunar- og hæfniskröfur

·       Reynsla af störfum með börnum æskileg

·       Færni í mannlegum samskiptum

·       Stundvísi, jákvæðni og áreiðanleiki

·       Skipulagshæfni og hæfni til faglegra og sjálfstæðra vinnubragða 

·       Stúdentspróf, framhaldsskólamenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi æskileg.

·       Góð íslenskukunnátta er skilyrði

·       Viðkomandi sé orðinn 18 ára

Fríðindi í starfi

Starfsmenn Kópavogsbæjar fá frítt í sundlaugar bæjarins.

Auglýsing birt17. nóvember 2025
Umsóknarfrestur1. desember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Baugakór 38, 203 Kópavogur
Starfstegund
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar