
Frístundaheimili Ártúnskóla - Skólasel leitar að einstakling 18 og eldri sem hefur áhuga á að
Skólasel sem er frístundaheimili Ártúnsskóla leitar af einstakling sem hefur áhuga á að vinna með börnum og búa til skapandi umhverfi fyrir börn. Ártúnsskóli er samrekinn grunnskóli, leikskóli og frístundaheimili þar sem áhersla er lögð á að allir fái að njóta sín í leik og starfi. Í Skólaseli er boðið upp á fjölbreytt frístundastarf fyrir 6-9 ára börn. Einkunnarorð skólans er Árangur - Virðing - Vellíðan.
Í boði er hlutastarf 20 – 50%, frá 13:00 – 17:00. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst eða eftir samkomulagi. Laun eru samkvæmt samningi Sameykis. Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar.
Vakin er athygli á að auglýst er einnig auglýst eftir frístundaleiðbeinanda með umsjón, stuðningsstarfsfólki í 50% starf.
- Leiðbeina börnum í leik og starfi.
- Samráð og samvinna við börn og starfsfólk.
- Samskipti og samstarf við foreldra og starfsfólk skóla
- Menntun eða reynsla sem nýtist í starfi
- Áhugi á að vinna með börnum.
- Frumkvæði og sjálfstæði.
- Tungumálakunnátta samkvæmt evrópska tungumálarammanum A2
- Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar












