Ártúnsskóli
Ártúnsskóli

Frístundaheimili Ártúnskóla - Skólasel leitar að einstakling 18 og eldri sem hefur áhuga á að

Skólasel sem er frístundaheimili Ártúnsskóla leitar af einstakling sem hefur áhuga á að vinna með börnum og búa til skapandi umhverfi fyrir börn. Ártúnsskóli er samrekinn grunnskóli, leikskóli og frístundaheimili þar sem áhersla er lögð á að allir fái að njóta sín í leik og starfi. Í Skólaseli er boðið upp á fjölbreytt frístundastarf fyrir 6-9 ára börn. Einkunnarorð skólans er Árangur - Virðing - Vellíðan.

Í boði er hlutastarf 20 – 50%, frá 13:00 – 17:00. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst eða eftir samkomulagi. Laun eru samkvæmt samningi Sameykis. Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar.

Vakin er athygli á að auglýst er einnig auglýst eftir frístundaleiðbeinanda með umsjón, stuðningsstarfsfólki í 50% starf.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Leiðbeina börnum í leik og starfi.
  • Samráð og samvinna við börn og starfsfólk.
  • Samskipti og samstarf við foreldra og starfsfólk skóla
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun eða reynsla sem nýtist í starfi
  • Áhugi á að vinna með börnum.
  • Frumkvæði og sjálfstæði.
  • Tungumálakunnátta samkvæmt evrópska tungumálarammanum A2
  • Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar
Auglýsing birt11. september 2025
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Árkvörn 4, 110 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FagmennskaPathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Hreint sakavottorðPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.TeymisvinnaPathCreated with Sketch.ÞjónustulundPathCreated with Sketch.Þolinmæði
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar