

Framkvæmdastjóri
Barna- og fjölskyldustofa leitar að metnaðarfullum og framsæknum leiðtoga sem hefur þekkingu á málefnum barna og hæfni til að leiða nýtt svið stofnunarinnar. Undir sviðið mun heyra þjónusta úrræða á vegum Barna- og fjölskyldustofu, þróun og innleiðing á nýjum úrræðum og faglegt eftirlit með úrræðum á vegum stofnunarinnar. Um er að ræða nýtt starf í framkvæmdastjórn stofnunarinnar sem heyrir undir forstjóra. Nýtt hlutverk Barna- og fjölskyldustofu felst í að sinna málefnum barna með fjölþættar stuðningsþarfir út frá samkomulagi ríkis og sveitarfélaga. Í ljósi þessa nýja verkefnis mun mikill hluti starfsins felast í mótun og þróun á þjónustu við börn með fjölþættar stuðningsþarfir.
-
Dagleg stjórnun, rekstur og skipulagning sviðsins.
-
Þróun, uppbygging og framkvæmd á starfsemi sem heyrir undir sviðið.
-
Samstarf, upplýsingamiðlun og stuðningur við önnur svið stofnunarinnar.
-
Hluti af framkvæmdastjórn BOFS sem ber ábyrgð á stefnumótun og ákvörðunum tengdum rekstri stofnunarinnar.
-
Starfsmannamál innan sviðsins, ábyrgð á starfslýsingum, ráðningum og launaákvörðunum.
-
Þátttaka í innlendu og erlendu samstarfi ásamt samskiptum við ráðuneyti og önnur stjórnvöld.
-
Framhaldsmenntun á háskólastigi sem nýtist í starfi.
-
Framúrskarandi leiðtoga- og samskiptafærni.
-
Farsæl reynsla af stjórnun og mannaforráðum.
-
Þekking og/eða reynsla af þeim málaflokkum sem lúta að hlutverki stofnunarinnar, einkum og sér í lagi þjónusta við börn í viðkvæmri stöðu.
-
Frumkvæði, lausnamiðuð hugsun og sjálfstæði í vinnubrögðum.
-
Skipulögð, vönduð og öguð vinnubrögð.
-
Framúrskarandi færni til tjáningar í ræðu og riti á íslensku og ensku.
-
Þekking og/eða reynsla af stefnumótun og innleiðingu nýrra verkefna kostur.
-
Þekking og/eða reynsla af opinberri stjórnsýslu kostur.
-
Þekking og reynsla af rekstri kostur.
Enska
Íslenska
