

Framhaldsskólakennari í málm- og/eða vélstjórnargreinum
Ráðningartími er frá 1. ágúst 2025 og laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og KÍ hafa gert og nánari útfærslu í stofnanasamningi skólans. Um fullt starf er að ræða.
Í umsókn þurfa að koma fram upplýsingar um menntun (staðfest afrit af prófskírteinum), afrit af leyfisbréfi til að nota starfsheitið kennari, upplýsingar um fyrri störf og tilgreina skal meðmælendur. Ákvörðun um ráðningu byggir á innsendum gögnum og viðtölum.
Tekið skal fram að skv. 4. mgr. 8. gr. laga framhaldsskóla nr. 92/2008 er óheimilt að ráða einstakling til starfa við framhaldsskóla sem hlotið hefur refsidóm fyrir brot á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga. Áður en til ráðningar kemur þarf að liggja fyrir hreint sakavottorð.
Á heimasíðu skólans, www.fss.is, má finna frekari upplýsingar og sjá myndir úr skólalífinu.
Kennari í viðkomandi grein kennir og undirbýr kennslu, og metur nám í kennslugrein sinni samkvæmt markmiðum aðal- og skólanámskrár. Gerir námsáætlun, viðheldur faglegri hæfni sinni og hugar að tengslum við aðrar námsgreinar. Tekur þátt í samráði vegna starfs síns, ber ábyrgð á almennri upplýsingagjöf, situr kennarafundi og vinnur önnur störf sem honum eru falin og samrýmast gildandi kjarasamningum, lögum og reglugerðum.
Umsækjandi uppfyllir kröfur um menntun og hæfni samkvæmt lögum nr. 95/2019.
Kennsluréttindi á framhaldsskólastigi og menntun í viðkomandi fagi.
Kennslureynsla og/eða reynsla af faginu er mikilvæg.
Faglegur metnaður, frumkvæði, öguð vinnubrögð og jákvætt hugarfar.
Mjög góð samskiptahæfni, ríkur samstarfsvilji og viðkomandi þarf að falla að þeim starfsmannahópi sem fyrir er í skólanum.
