Sveitarfélagið Hornafjörður
Sveitarfélagið Hornafjörður
Sveitarfélagið Hornafjörður

Forstöðumaður​ Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar

​Menningarmiðstöð Hornafjarðar auglýsir stöðu forstöðumanns Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar lausa til umsóknar. Um fullt starf er að ræða og mun viðkomandi leiða starfsemi Menningarmiðstöðvarinnar.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Yfirumsjón með daglegum rekstri Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar.​
  • Yfirumsjón með starfsmannamálum.​
  • Yfirumsjón með söfnum sveitarfélagsins, svo sem héraðsskjalasafni, byggða- og náttúrugripasafni, Svavarssafni, bókasafni o.fl. ​
  • Yfirumsjón með starfsemi í Gömlubúð. ​
  • Starfsmaður atvinnu- og menningarmálanefndar. ​
  • Stefnumótun og áætlanagerð. ​
  • Yfirumsjón með viðburðastjórnun. ​
  • Yfirumsjón með barnastarfi Menningarmiðstöðvar.​
  • Önnur fjölbreytt störf tengd menningarmálum. ​
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun BS/MS í menningarstjórnun eða sambærilegu námi sem nýtist í starfi.​
  • Menntun á sviði opinberrar stjórnsýslu er kostur. ​
  • Góð þekking á safnamálum og menningarmálum.​
  • Reynsla af styrkumsóknum og utanumhaldi slíkra verkefna. ​
  • Sjálfstæði, sveigjanleiki og geta til að vinna undir álagi. ​
  • Góð íslenskukunnátta og almenn tölvukunnátta. ​
  • Hæfni og lipurð í mannlegum samskiptum. ​
  • Jákvætt viðmót og frumkvæði. ​
  • Skipulagshæfileikar og ríkur þjónustuvilji. ​
Auglýsing birt11. september 2024
Umsóknarfrestur23. september 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
EnskaEnskaMeðalhæfni
Staðsetning
Hafnarbraut 27, 780 Höfn í Hornafirði
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar