

Forstöðumaður hjúkunar- og dvalarheimilis á Þórhöfn
Hjúkrunar- og dvalarheimilið Naust á Þórshöfn óskar eftir að ráða forstöðumann til starfa sem fyrst.
Ákveðinn sveigjanleiki er á vinnutíma og þarf viðkomandi hugsanlega að sinna aukavöktum. Laun eru samkvæmt kjarasamningi sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.
Á Nausti er rými fyrir 14 íbúa. Starfið er fjölbreytt og skemmtilegt.
Umsóknarfrestur er til og með mánudegi 24. mars nk.
Nánari upplýsingar gefur Björn S. Lárusson sveitarstjóri í síma 894 2187 og 468 1220 eða á netfangið [email protected] – Umsóknir sendist á sama tölvupóstfang merktar „Umsókn-Naust“
Við hlökkum til að heyra frá þér!
Viðkomandi þarf að hafa ríka samskipta-, samstarfs- og skipulagshæfni og hafa gaman af því að umgangast eldra fólk.
Gerð er krafa um heiðarleika, dugnað, stundvísi og góða framkomu og mikla hæfni í samskiptum. Íslenskukunnátta er nauðsynleg.
Góð almenn menntun, stúdentspróf er kostur, ásamt góðri og víðtækri reynslu úr atvinnulífinu.
