Framkvæmdastjóri
Endurvinnslan óskar eftir að ráða drífandi og metnaðarfullan einstakling í starf framkvæmdastjóra. Um er að ræða fjölbreytt og ögrandi starf hjá rótgrónu fyrirtæki.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Ábyrgð á rekstri og mannauðsmálum fyrirtækisins
- Umsjón með stefnumótun, markmiðasetningu og áætlanagerð
- Umsjón með innleiðingu og uppsetningu rafrænna lausna
- Ábyrgð og stýring á uppbyggingu skilakerfis drykkjarumbúða
- Byggja upp þjónustu og tækninýjungar fyrirtækisins
- Önnur verkefni
Menntunar og hæfniskröfur:
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi
- Haldbær reynsla af stjórnun
- Þekking og reynsla af rekstri fyrirtækja og tæknimálum
- Framúrskarandi samskipta- og leiðtogahæfni
- Framsýni, sjálfstæði og frumkvæði
- Áhugi og þekking á umhverfismálum
- Góð íslensku- og enskukunnátta, í ræðu og riti
Endurvinnslan var stofnuð árið 1989 og hefur verið leiðandi í hringrásarhugsun hér á landi. Endurvinnslan sér um móttöku, ásamt umboðsmönnum sínum, allra einnota drykkjarvöruumbúða hérlendis, greiðir út skilagjald, undirbýr til útflutnings og selur til endurvinnslu. 58 starfsstöðvar starfa fyrir félagið um allt land.
Umsóknarfrestur er til og með 22. janúar 2025. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Áhugasamir aðilar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um starfið. Farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál og þeim svarað að ráðningu lokinni.
Nánari upplýsingar veitir Sigríður Svava Sandholt (sigridur@intellecta.is) í síma 511-1225.