Isavia Innanlandsflugvellir
Isavia Innanlandsflugvellir
Isavia Innanlandsflugvellir

Flugvallarstarfsmaður á Reykjavíkurflugvelli

Við leitum eftir að ráða einstaklinga á Reykjavíkurflugvöll og unnið er í dagvinnu frá kl. 07 – 19 alla daga vikunnar (vaktavinna). Helstu verkefni eru flugverndargæsla, viðhald og umhirða flugvallarmannvirkja sem og tækja, björgunar- og slökkviþjónusta, vetrarvinna á flugbrautum ásamt skráningum af ýmsum toga í viðeigandi upplýsingakerfi. Umsækjendur þurfa að sitja námskeið í flugvernd áður en þeir hefja störf.
Starfið er fjölbreytt og krefjandi í spennandi og skemmtilegu starfsumhverfi.

Hæfniskröfur

  • Meirapróf er skilyrði

  • Aukin ökuréttindi og vinnuvélaréttindi eru kostur

  • Reynsla af slökkvistörfum er kostur

  • Viðkomandi þarf að standast læknisskoðun ásamt þrek- og styrktarpróf

  • Góð íslensku- og enskukunnátta

  • Góð tölvukunnátta

Við hvetjum áhugasama aðila, án tillits til kyns og uppruna, til að sækja um.

Nánari upplýsingar veitir Guðjón Ingi Guðmundsson þjónustustjóri í netfang gudjon.gudmundsson@isavia.is

Við bjóðum upp á hollan og góðan mat í mötuneytum okkar og allt starfsfólk hefur aðgang að heilsu- og líkamsræktarstöðvum sér að kostnaðarlausu.

Auglýsing birt13. nóvember 2024
Umsóknarfrestur27. nóvember 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Reykjavíkurflugvöllur 1, 101 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Líkamlegt hreystiPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Meirapróf DPathCreated with Sketch.Vinnuvélaréttindi
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar