Flugvallarstarfsmaður á Reykjavíkurflugvelli
Við leitum eftir að ráða einstaklinga á Reykjavíkurflugvöll og unnið er í dagvinnu frá kl. 07 – 19 alla daga vikunnar (vaktavinna). Helstu verkefni eru flugverndargæsla, viðhald og umhirða flugvallarmannvirkja sem og tækja, björgunar- og slökkviþjónusta, vetrarvinna á flugbrautum ásamt skráningum af ýmsum toga í viðeigandi upplýsingakerfi. Umsækjendur þurfa að sitja námskeið í flugvernd áður en þeir hefja störf.
Starfið er fjölbreytt og krefjandi í spennandi og skemmtilegu starfsumhverfi.
Hæfniskröfur
-
Meirapróf er skilyrði
-
Aukin ökuréttindi og vinnuvélaréttindi eru kostur
-
Reynsla af slökkvistörfum er kostur
-
Viðkomandi þarf að standast læknisskoðun ásamt þrek- og styrktarpróf
-
Góð íslensku- og enskukunnátta
-
Góð tölvukunnátta
Við hvetjum áhugasama aðila, án tillits til kyns og uppruna, til að sækja um.
Nánari upplýsingar veitir Guðjón Ingi Guðmundsson þjónustustjóri í netfang gudjon.gudmundsson@isavia.is
Við bjóðum upp á hollan og góðan mat í mötuneytum okkar og allt starfsfólk hefur aðgang að heilsu- og líkamsræktarstöðvum sér að kostnaðarlausu.