Pósturinn
Pósturinn
Pósturinn

Flotastjóri

Pósturinn leitar að öflugum liðstyrk til að hafa yfirumsjón með bíla-, rafhjóla- og tækjaflota fyrirtækisins.

Markmið starfsins er að tryggja hagvæma nýtingu og öruggan rekstur flotans.

Óskað er eftir skipulögðum og lausnamiðuðum einstaklingi með áhuga og þekkingu á ökutækjum. Sjálfbærni er samofin menningu Póstsins og mun starfsmaðurinn sinna upplýsingagjöf um sjálfbærni flotans, fylgjast náið með nýjungum á markaði og innleiðingu lausna sem fellur undir starfssviðið.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Rekstraráætlanir og eftirfylgni með þeim
  • Umsjón með daglegum rekstri bíla, rafmagnshjóla og tækjabúnaðar
  • Samskipti við verkstæði, bílaleigur og birgja
  • Eftirlit með KPI mælikvörðum og skýrslugerð
  • Þátttaka í sjálfbærni starfi, umbótaverkefnum og innleiðingu nýrra lausna og verkferla
  • Mannauðsmál

Menntunar- og hæfnikröfur:

  • Menntun sem nýtist í starfi t.d. vörustjórnun, iðnfræði eða rekstrarmenntun
  • Haldbær reynsla og þekking á viðhaldi og rekstri ökutækja er skilyrði
  • Frumkvæði, sjálfstæði, skiplagshæfni og yfirsýn
  • Góð hæfni í mannlegum samskiptum, reynsla af teymisvinnu og sterk öryggisvitund
  • Meirapróf er kostur
  • Góð tölvufærni, þekking á flotastýringarkerfi er kostur
  • Góð íslensku og ensku kunnátta í rituðu og töluðu máli

Af hverju Pósturinn?

Hjá Póstinum starfar lausnamiðað fólk sem tekur fagnandi á móti síbreytilegum áskorunum þar sem liðsheild, þjálfun og góður starfsandi er í forgrunni. Við erum jafnlaunavottað fyrirtæki, leggjum áherslu á sjálfbærni og höfum uppfyllt öll markmið Grænna skrefa.

Umsóknarfrestur er til og með 18. maí 2025.

Umsóknum skulu fylgja ferilskrá og kynningarbréf með rökstuðningi fyrir hæfni í starfið. Nánari upplýsingar um starfið veitir Guðmundur Karl Guðjónsson, forstöðumaður útkeyrsludeildar, í netfanginu [email protected]

Auglýsing birt7. maí 2025
Umsóknarfrestur18. maí 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Stórhöfða 32, 110 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar