Félagsráðgjafi í barnaverndarþjónustu Árborgar
Við leitum að framúrskarandi félagsráðgjafa sem er tilbúin að taka þátt í mikilvægum verkefnum hjá barnaverndarþjónustu Árborgar í afleysingu fram til lok ágúst 2025. Í sveitarfélaginu, sem telur tæplega 12 þúsund íbúa, er lögð áhersla á þverfaglegt samstarf og framsækið starf.
Félagsráðgjafi í barnaverndarþjónustu starfar í nánu samstarfi við aðra sérfræðinga hjá fjölskyldusviði Árborgar. Sveitarfélagið vinnur eftir snemmtækri íhlutun með farsæld barna að leiðarljósi. Starfið felur í sér könnun á barnaverndartilkynningum skv. Barnaverndarlög nr.80/2002.
Í Sveitarfélaginu Árborg búa rúmlega 12.000 íbúar og starfa um 1000 manns hjá sveitarfélaginu. Lögð er áhersla á að skapa starfsumhverfi sem stuðlar að vellíðan og árangri þar sem starfað er af fagmennsku og góðum ásetningi með hag sveitarfélagsins að leiðarljósi.
-
Móttaka barnaverndartilkynninga og skráning.
-
Könnun barnaverndartilkynninga skv. þar til gerðum lögum og verkferlum.
-
Samskipti við aðrar stofnanir við vinnslu barnaverndarmála.
-
Þverfagleg samvinna á fjölskyldusviði Árborgar.
-
Þátttaka í stuðningsteymi barns skv. lögum um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna nr. 86/2021.
-
Starfsréttindi sem félagsráðgjafi.
-
Þekking og reynsla af sambærilegu starfi.
-
Reynsla og þekking á meginverkefnum velferðarþjónustu.
-
Lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum.
-
Frumkvæði, sjálfstæði og sveigjanleiki í starfi.
-
Hæfni í þverfaglegri teymisvinnu.
-
Þekking á eftirfarandi kerfum er kostur: OneCRM og Office365
- Hreint sakavottorð