Sveitarfélagið Árborg
Sveitarfélagið Árborg er fjölmennasta sveitarfélagið á Suðurlandi. Það varð til við sameiningu Eyrarbakkahrepps, Sandvíkurhrepps, Selfossbæjar og Stokkseyrarhrepps. Sveitarfélagið hefur vaxið ört síðastliðin ár og telur nú tæplega 12.000 íbúa. Þar er miðstöð þjónustu á Suðurlandi, góðir skólar ásamt öflugu íþrótta-, félags- og menningarlífi. Starfsmenn sveitarfélagsins eru um 1000 og lögð er áhersla á að skapa starfsumhverfi sem stuðlar að vellíðan og árangri, þar sem starfað er af fagmennsku og góðum ásetningi með hag sveitarfélagsins að leiðarljósi.
Neyðarheimili
Barnaverndarþjónustur auglýsa eftir neyðarheimili.
Barnaverndarþjónusta Árborgar í samstarfi við barnaverndarþjónustu Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu auglýsa eftir umsóknum frá fjölskyldum og/eða einstaklingum sem eru tilbúin til að veita börnum móttöku á einkaheimilum.
Í 84. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 kemur fram að barnaverndarþjónustur skulu hafa tiltæk úrræði til að veita börnum mótttöku í bráðatilvikum, til að tryggja öryggi þeirra.
Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála veitir leyfi að undangenginni umsögn af hálfu barnaverndarþjónustu í umdæmi viðkomandi.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Hlutverk neyðarheimilis er að taka á móti barni/börnum með stuttum fyrirvara til skemmri tíma eða í allt að þrjá mánuði.
- Leitað er eftir fólki sem hefur áhuga á velferð barna og er tilbúið að taka á móti þeim með stuttum fyrirvara og mæta breytilegum þörfum þeirra. Mikilvægt er að skapa þeim öruggar aðstæður með hlýju og nærgætni.
- Um er að ræða gefandi starf þar sem fjölskyldur fá tækifæri til að hlúa að börnum sem upplifað hafa erfiðar heimilisaðstæður.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Reynsla og þekking af starfi með börnum er æskileg.
- Aldurstakmark umsækjenda er 25 ára.
Auglýsing birt9. janúar 2025
Umsóknarfrestur7. febrúar 2025
Tungumálahæfni
Íslenska
MeðalhæfniNauðsyn
Staðsetning
Austurvegur 2, 800 Selfoss
Starfstegund
Hæfni
Hreint sakavottorðMannleg samskiptiUmönnun (barna/aldraðra/fatlaðra)Þolinmæði
Starfsgreinar
Starfsmerkingar