
Húsasmiðjan
Húsasmiðjan er meðal stærstu verslunarfyrirtækja landsins og hluti af Bygma Gruppen A/S. Bygma rekur fjölmargar byggingavöruverslanir í Danmörku, Svíþjóð, Færeyjum og á Grænlandi. Ásamt því rekur fyrirtækið nokkur heildsölufyrirtæki á byggingavörumarkaði í Danmörku.
Húsasmiðjuverslanir eru 16 talsins og eru Blómavalsútibú í sjö þeirra. Jafnframt er rafiðnaðarverslunin Ískraft með fjögur útibú.
Hjá Húsasmiðjunni starfa um 500 starfsmenn vítt og breytt um landið sem hafa margskonar bakgrunn eins og pípari, blómaskreytir, bókari, smiður, viðskiptafræði, grafískur hönnuður, múrari og fleira og fleira.
Húsasmiðjan býður upp á lifandi starfsumhverfi og frábæran starfsanda. Við leggjum mikla áherslu á símenntun og fræðslu og að starfsmenn fái tækifæri til þess að eflast og þróast í starfi.

Fagsölusvið: Viðskiptastjóri í álgluggum og iðnaðar- og eldvarnarhurðum
Við leitum að drífandi viðskiptstjóra í sölu á álgluggum, iðnaðar- og eldvarnarhurðum á fagsölusviði Húsasmiðjunnar. Sala á gluggalausnum er vaxandi hluti af starfsemi fyrirtækisins og starfið felur í sér fjölbreytt samskipti við viðskiptavini ásamt miklu samstarfi við reynslumikið teymi deildarinnar.
Á fagsölusviði starfa öflugir og reynslumiklir einstaklingar sem þjónusta stærstu viðskiptavini Húsasmiðjunnar og aðra aðila í stærri framkvæmdum.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Ráðgjöf og sala á sérsmíðuðum álgluggum, iðnaðar- og eldvarnarhurðum til fagaðila, einstaklinga og verktaka
- Viðhald og uppbygging viðskiptasambanda
- Tilboðsgerð og eftirfylgni tilboða
- Samstarf við birgja og framleiðendur
Menntunar- og hæfniskröfur
- Reynsla eða menntun tengd álgluggum, iðnaðar- og eldvarnarhurðum
- Þekking á teikningum og tæknilegum skjölum er kostur
- Þekking á forritunum Alicat eða Javacat er kostur
- Frumkvæði, nákvæmni og góð samskiptahæfni
- Færni í tölvukerfum og góð færni á íslensku og ensku
Fríðindi í starfi
- Heilsuefling, s.s. heilsufarsskoðun, bólusetning, aðgangur að sálfræðiþjónustu, heilsueflandi fræðsla
- Aðgangur að orlofshúsum
- Ýmsir styrkir, s.s. íþróttastyrkur, samgöngustyrkur og fræðslustyrkur
- Afsláttarkjör í verslunum okkar
Auglýsing birt19. júní 2025
Umsóknarfrestur6. júlí 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Kjalarvogur 12, 104 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
Dynamics AXMetnaðurSjálfstæð vinnubrögðSölumennskaViðskiptasamböndÞjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (2)
Sambærileg störf (12)

Fjölhæfur og úrræðagóður iðnaðamaður
atNorth

Burðarvirkjahönnuðir
Verkís

Photography Gallery - Sales Consultant
Iurie I Fine Art

Langar þig að starfa við framkvæmdareftirlit?
EFLA hf

Verkamenn | Workers
Glerverk

Icewear Þingvöllum óskar eftir starfsfólki
ICEWEAR

Viðskiptastjóri
Pósturinn

Söluráðgjafi rafbúnaðar hjá Johan Rönning
Johan Rönning

Uppsetninga - og þjónustusérfræðingur hurða
Héðinshurðir ehf

Söluráðgjafi sérlausna – innihurðir og innréttingar
Byko

Viðskiptastjóri (e.senior sales success)
Linde Gas

Sumarstarf í afgreiðslu-Ásbrú
Höldur ehf. - Bílaleiga Akureyrar